Ristaðar tamarimöndlur – frábært nasl

Ristaðar tamarimöndlur

  • Servings: /Magn: 2 dl af möndlum
  • Difficulty: mjög auðvelt
  • Print

Uppruni

Öðru hvoru finnst mér gott að búa til nasl og þetta er eitt af því. Mjög auðvelt og geymist vel.

Hráefni

  • ½ dl tamarisósa
  • 1½ – 2 dl vatn
  • 2 dl möndlur með hýðinu

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 160°C (blástur)
  2. Vatn, tamarisósa og möndlur sett á pönnu og suðan látin koma upp – látið krauma í 15 – 20 mínútur mínútur (ekki láta allan vökvann gufa upp)
  3. Möndlum og vökva hellt í eldfast fat og látið vera í ofninum í u.þ.b. 15 – 18 mínútur eða þar til vatnið hefur gufað upp. Ágætt að hræra/hrista aðeins möndlurnar einu sinni á meðan þær eru að ristast


Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*