Gratinerað grænmetisketó

Gratinerað gærnmeti - tilvalið meðlæti

 • Servings: 4 - 5
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Fann þessa uppskrift í frönsku tímariti en eftir nokkrar breytingar finnst mér þessi útgáfa best.  Hún hentar líka vel fyrir ketófólkið í fjölskyldunni.

Forvinnsla

Réttinn er hægt að útbúa fyrr um daginn.  Þá er annað hvort hægt að fullelda hann og hita aftur rétt fyrir matinn eða eiga bara eftir sjálfa eldunina í ofninum.  Ath. ef fatið er geymt í kæli er betra að taka það út eitthvað áður.  Kælingin gæti hægt á elduninni.

 

Hráefni

 • 800 g sambland af kúrbít/graskeri/blómkáli
 • 2 hvítlauksrif
 • 2 egg
 • ½ dós sýrður rjómi (90 g)
 • 100 g rifinn ostur
 • U.þ.b. 4 msk olía fyrir steikingu og smurningu á eldfasta fatið
 • Salt og pipar

Verklýsing

 1. Kúrbítur og blómkál skolað og biti af graskeri flysjaður.  Allt skorið í tiltölulega þunnar sneiðar.  Hvítlaukur saxaður.  Olía hituð á pönnu og hvítlaukurinn látinn malla aðeins í olíunni.  Grænmetinu bætt við og steikt á meðalhita í u.þ.b. 10 mínútur eða þar til allt grænmetið hefur aðeins mýkst. Saltað og piprað
 2. Ofninn hitaður í 180°C (yfir- og undirhiti)
 3. Eldfast mót smurt með olíu og grænmeti dreift yfir fatið.  Mér finnst fallegt að raða lagi af sömu grænmetistegund í fatið en það er smekksatriði
 4. Egg, sýrður rjómi og rifinn ostur sett í skál og pískað saman (blandan er frekar þykk).  Blöndunni smurt yfir –  piprað og saltað
 5. Sett í ofninn og bakað í u.þ.b. 35 mínútur

Ath. Það ræðst svolítið af þykktinni á grænmetinu hversu langur bökunartíminn er.  Ef sneiðarnar eru þykkar þá tekur það lengri tíma.

Meðlæti

Á vel við með ýmsum kjöt- eða fiskréttum eða bara eitt og sér.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*