Lúxusfiskrétturinn sem stendur ennþá fyrir sínu

Lúxusfiskréttur sem stendur ennþá fyrir sínu

 • Servings: 5 - 7
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Um daginn var Heimir að rifja upp gamla og góða fiskréttinn sem við bjuggum oft til á árum áður. Ég fann gömlu uppskriftina en hugmyndin kom úr gömlu Ostalyst bókinni – hún hefur tekið einhverjum breytingum.

Forvinna

Hægt er að gera sósuna (verklýsingu 1 – 3) tilbúna einhverju áður og eiga svo bara eftir að setja fiskinn út í og láta hann e

Hráefni

 • 1 kg roðlaus ýsuflök – skorin í bita
 • 1 laukur – saxaður smátt
 • Smjör/olía til steikingar
 • U.þ.b. ½ blaðlaukur – sneiddur smátt
 • ¼ tsk turmeric
 • 1 tsk karrý
 • 2 sellerístönglar (stilkar) – sneiddir smátt (má sleppa)
 • 2 – 3 gulrætur – sneiddar
 • 1 rauð paprika – sökuð (má sleppa)
 • 1 dl eplamauk eða epli (rifið fínt).  Einnig má nota ananassafa úr 1 lítilli dós (þeim sem finnst ananas góður geta látið hann fljóta með)
 • 150 g rjómaostur – hreinn
 • 1½ – 2 dl rjómi/matreiðslurjómi
 • 1 – 1½ tsk saltflögur
 • ½ tsk svartur pipar
 • U.þ.b. 1 tsk fiskikraftur eða 1 teningur
 • 2 dl rækjur
 • Ferskur kóriander eða steinselja til skrauts

Verklýsing

Verklýsing

 1. Smjör brætt í potti/á pönnu – laukur og blaðlaukur látnir krauma á vægum hita. Karrý og turmerik sett út í – hrært öðru hvoru
 2. Gulrótum og selleríbitum bætt við og hitinn aðeins hækkaður. Paprika sett út í og allt látið krauma – hrært reglulega
 3. Eplamauki (rifið epli eða ananassafa) og rjóma hellt út í og rjómaosturinn látinn bráðna í blöndunni. Fiskikraftur látinn leysast upp – piprað og saltað
 4. Fiskurinn settur út í og allt látið krauma á meðalhita í u.þ.b. 10 – 14 mínútur (háð stærð fiskbitanna og hita sósunnar þegar fiskurinn er settur út í). Rækjur settar út í rétt áður en rétturinn er borinn fram
 5. Skreytt með kóriander eða steinselju

Meðlæti

Rétturinn borinn fram með soðnum hrísgrjónum eða soðnum kartöflum og fersku salati. Nýbakað brauð skaðar ekki.

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*