Roast beef

Roast beef - þarf ekki að vera flókið

 • Servings: 8 - 10
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Mamma er alltaf með roast beef á jólahlaðborðinu.  Það má t.d. bæði borða með kartöflusalati eða heimagerðu remúlaði og steiktum lauk.

Hráefni

 • 2 kg nauta innralæri
 • 1 tsk svartur pipar
 • 3 tsk sterkt sinnep
 • 1 tsk salt

Verklýsing

 1. Kjötið er steikt og lokað á mjög heitri pönnu
 2. Sterku sinnepi og pipar blandað saman og smurt á kjötið
 3. Ofninn hitaður í 130°C (yfir- og undirhiti) eða 110°C (blástur)
 4. Kjötið sett á grind í skúffu og kjöthitamæli stungið í miðjuna á kjötinu.  Steikt þar til kjöthitamælir sýnir 55°C (lítið steikt) – 60°C (mikið steikt)
 5. Salti nuddað varlega á kjötið eftir steikingu
 6. Látið kólna
 7. Mér finnst mikilvægt að skera kjötið í mjög þunnar sneiðar

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*