Bessastaðakökur

Bessastaðakökur

 • Servings: /Magn: u.þ.b. 150 kökur
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Einu sinni bjó mamma alltaf þessar kökur til á jólunum.  Þær eru góðar og barnvænar og punta upp á jólakökudiskinn.  Unga fólkinu á heimilinu finnst þær mjög góðar.

Hráefni

Botn

 • 190 g smjör
 • 225 g hveiti
 • 125 g sykur
 • 1 tsk lyftiduft

Marengs

 • 2 eggjahvítur
 • 100 g sykur
 • ½ tsk lyftiduft

Ath.  það þykir mjög gott að hafa mikið af marengs á kökunum á mínu heimili – stundum þarf ég að búa til aðeins meira t.d. eina og hálfa uppskrift 

Verklýsing

Botn

 1. Allt hráefni er hnoðað saman og búnar til rúllur sem eru u.þ.b. 3 cm í þvermál. Gott að búa deigið til daginn áður og láta rúllunar standa yfir nótt í kæli (í plastfilmu)
 2. Hver rúlla er skorin í u.þ.b. 2 mm þykkar sneiðar. Gott að búa til allar sneiðarnar og leggja þær á bökunarpappír áður en byrjað er á marengsinum

Marengs og samsetning

 1. Eggjahvítur, sykur og lyftiduft þeytt saman.  Þeytt áfram í 5 mínútur eftir að marengsinn virðist tilbúinn (í heildina u.þ.b. 7½ mínútu)
 2. Ofninn hitaður í 150°C (undir- og yfirhiti)
 3. Marengsinn settur í sprautu og toppur sprautaður á hverja köku.  Betra að sprauta strax á allar kökurnar en ekki láta marengsinn bíða í sprautunni
 4. Kökurnar bakaðar í 20 mínútur í miðjum ofni

[/ingredients]

Geymsla:

Geymast vel í boxi – þarf ekki að hafa í kæli.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*