Robertos – jólaleg kaka frá Eriku

Robertos - jólaleg kaka frá Eriku

 • Servings: 6 - 8
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Uppskriftin kemur frá Eriku og er kakan mjög jólaleg og góð. Best að hún standi í 1 – 2 daga til að hún fái að jafna sig en það er mikill kostur við undirbúning á veislu eða matarboði að hafa eftirréttinn tilbúinn svona snemma.

Hráefni

 • 100 g smjör – brætt
 • 200 g kransakökumassi – rifinn gróft
 • 2 egg
 • 2 dl sykur
 • 2 dl hveiti
 • 1 tsk vanillusykur
 • 1 dl rúsínur
 • 6 þurrkaðar apríkósur – saxaðar fínt
 • 2½ msk koníak, viskí eða romm

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 160°C (yfir- og undirhiti)
 2. Rúsínur bleyttar upp í viskí, koníaki eða rommi
 3. Egg og sykur þeytt vel saman
 4. Bræddu smjöri hellt saman við (ath að smjörið má ekki vera of heitt)
 5. Afgangi af hráefni bætt við eggjablönduna og hrært saman
 6. Deigið sett í 24 cm smurt form eða bökunarpappír settur í botninn
 7. Bakað í 45 – 50 mínútur – látið standa (undir plastfilmu eða kökuhlíf) í tvo daga áður en kakan er borin fram

Meðlæti

Erika er yfirleitt með kökuna eina og sér en hún er líka góð með þeyttum rjóma.

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*