Lauflétt og glimrandi gott lakkrískonfekt

Einfalt og ómótstæðilegt lakkrískonfekt

 • Servings: /Magn: 40-60 bitar
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þar sem lakkrís og súkkulaði er mjög vinsælt á heimilinu var ákveðið að búa til lakkrískonfekt um daginn.  Það lukkaðist alveg ljómandi vel og er komið á jólakonfektlistann enda alveg sérstaklega gott, einfalt og fljótlegt. Stundum bæti ég við chiafræjum við mismikinn fögnuð heimilisfólksins.

Hráefni

 • 150 g þristar
 • 150 g suðusúkkulaði
 • 150 – 250 g rjómasúkkulaði
 • 1 poki lakkrísreimar – skornar í litla bita
 • 3 – 3½ dl Rice Krispies eða Corn Flakes
 • Lúka af chiafræjum (má sleppa – ekki alltaf vinsælt)

 

Verklýsing

 1. Suðusúkkulaði, þristar og rjómasúkkulaði látið bráðna yfir heitu vatnsbaði – ekki hafa of háan hita á hellunni þannig að vatnið sjóði (ekki gott ef skvettist vatn í súkkulaðið)
 2. Lakkrísbitunum og Rice Krispies bætt við súkkulaðiblönduna – hrært saman
 3. Blandan sett í form eða skúffubotn með bökunarpappír undir og dreift úr henni þannig að þykktin verði u.þ.b. 2 cm (þarf alls ekki að ná út í öll hornin). Sett inn í kæli í 1 – 2 klukkustundir
 4. Tekið út og  skorið í bita.  Sett í box og geymt í kæli

Geymsla: Geymist vel í lokuðu íláti í kæli.

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*