Einföld og góð rúlluterta með hvítum súkkulaðirjóma

Einföld og góð rúlluterta með hvítum súkkulaðirjóma

  • Servings: /Magn: 8 - 10 sneiðar
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Rúllutertur hafa marga kosti.  Þær er einfaldar, fljótlegar, léttar og eru mikið prýði á kaffiborðinu.  Það má alveg leika sér svolítið með þessa uppskrift og útfæra hana á ýmsan máta.  Hér útbý ég rjóma með hvítu súkkulaði en einnig má einfalda hlutina ennþá meira og setja bara venjulegan þeyttan rjóma á milli.  Stundum þarf nokkur skipti til að ná tökum á að baka svampbotn en þegar því takmarki er náð má segja að þetta sé auðveldara og að ég tali nú ekki um ódýrara en að gera sér ferð í bakaríið.

Hráefni

Botn

  • 4 egg
  • 100 g sykur
  • 100 g hveiti
  • 1 tsk lyftiduft

Hvítur súkkulaðirjómi

  • 5 dl rjómi
  • 200 g hvítt súkkulaði – saxað

Skraut/samsetning

  • Ber og/eða sulta

Verklýsing

Botn

  1. Ofninn hitaður í 200°C (blástur)
  2. Egg og sykur hvítþeytt
  3. Hveiti og lyftidufti bætt varlega út í (sigta hveitið og lyftiduftið) ekki of mikið í einu og blanda varlega saman með sleif
  4. Bökunarpappír settur í ofnskúffu – gott að smyrja pappírinn aðeins með hörðu smjöri
  5. Deiginu dreift yfir pappírinn og bakað í 10 – 12 mínútur – fylgjast með svo að kakan verði ekki of dökk
  6. Kökunni hvolft á annan bökunarpappír – hinn tekinn af og ofnskúffan sett ofan á – til þess að koma í veg fyrir að kakan harðni

Hvítur súkkulaðirjómi

  1. Rjóminn hitaður – potturinn tekinn af hellunni. Súkkulaði sett úr í og hrært saman við þar til það hefur allt bráðnað. Sett í kæli í u.þ.b. 8 tíma
  2. Þegar blandan er tekin út daginn eftir getur hafa myndast súkkulaðiskán ofan á.  Þá hef ég bara blandað henni saman við með sleif (getur verið aðeins kornótt)
  3. Þeyta blönduna vel – þannig að hún verði þykk

Samsetning

  1. Ofnaskúffan tekin af botninum og súkkulaðimúsin sett ofan á – gott að hafa aðeins minna á þeim enda sem endað er á að rúlla.  Ath. Rúllutertan verður minni um sig ef ekki er notaður allur rjóminn – þá er upplagt að setja afganginn í skál og hafa til hliðar fyrir þá sem vilja meira
  2. Fersk ber, sulta eða það sem hverjum og einum finnst gott, sett ofan á.  Kökunni rúllað upp
  3. Kökuna má skreyta með sigtuðum flórsykri og berjum.  Einnig getur verið fallegt að skera hana í hæfilega stórar sneiðar, aðeins af rjóma sett ofan á og síðan skraut. Kakan borin þannig fram

 

Botn

IMG_7315 IMG_7314

Hvítur súkkulaðirjómi

IMG_7389 Samsetning
IMG_7310

IMG_7311

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*