Krækiberjasaft – hrásaft og soðin saft

Krækiberjasaft - hrásaft og soðin saft

 • Servings: /Magn: 1 - 2 flöskur
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Krækiberjasaftin er hluti af haustinu.  Mamma hefur alltaf búið til krækiberjasaft og hef ég notið góðs af því. Nú er hinsvegar komið að því að útbúa sína eigin saft og þá styðst ég við uppsriftina hennar mömmu enda er saftin hennar mjög góð.  Hún byrjar á því að búa til hrásaft en nýtir svo hratið til að útbúa soðna saft. Hrásaftin er meira í uppáhaldi en soðna saftin er ekki síðri á bragðið – hún er bara ekki eins fersk og næringargildi hennar er minna. Hins vegar geymist hún mun lengur en hrásaftin (vegna þess að hún er soðin).  Krækiberjasaft er algjörlega nauðsynleg með Ris’ala’mande og svo er hún mjög góð á grjónagrautinn.

 

Hráefni

Hrásaft

 • 1 lítri af hrásaft (magn háð stærð berja)
 • 400 g sykur
 • 1 tsk vínsýra í 1 lítra af saft (vínsýran kemur í veg fyrir að saftblettir festist í fötum eða dúkum)

Soðin saft

 • Hratið úr sigtinu
 • Vatn – sama magn og það sem rann af krækiberjunum
 • 400 g sykur í 1 lítra
 • 1 tsk vínsýra í 1 lítra af saft

Verklýsing

Hrásaft

 1. Krækiberin hreinsuð og sett í blandara. Grisja sett ofan í sigti með skál/pott undir og gumsið sett ofan í. Látið síast í 2 – 4 klukkustundir eða þar til það mesta hefur runnið í skálina/pottinn
 2. Magnið af saftinni sem rennur í skálina/pottinn er mælt
 3. Í 1 lítra af safa eru sett 400 g sykur – í ½ lítra eru sett 200 g af sykri o.s.frv. Sykri og safa blandað saman með sleif – hrært í öðru hvoru
 4. Vínsýrunni blandað saman við – lok sett yfir og látið standa yfir nótt til að sykurinn nái að leysast vel upp
 5. Vökvinn settur á sótthreinsaðar flöskur – gott að setja beint í tómar vínflöskur með skrúfuðum tappa – alls ekki skola þær áður

 

Soðin saft (til þess að fá sem mestu út úr krækiberjunum)

 1. Hratið, sem varð eftir í sigtinu, er sett í pott. Vatni bætt við – sama magn og það sem rann af berjunum í hrásaftinni. Suðan látin koma upp og soðið í u.þ.b. 5 – 10 mínútur
 2. Maukið sett í síuna og látið renna af í nokkrar klukkustundir
 3. Vökvinn, sem rennur af, er settur í pott og sama magn af sykri bætt í eins og gert var við hrásaftina – suðan látin koma upp – sykurinn látinn blandast saman við. Blöndunni hellt heitri í flöskur og tappinn skrúfaður á

 

Geymsla

Saftina þarf að geyma í kæli og þá sérstaklega hrásaftina. Hún geymist skemur en soðnu saftina má alveg geyma í kæli í meira en ár.

 

 

Hrásaft

IMG_7312

IMG_7313

Magnið mælt, sykri og vínsýru bætt við – hrært og látið standa yfir nótt

IMG_7309

Hellt í flöskur

IMG_7306

 

Soðin saft

Vatni bætt við – soðið

IMG_7308

Sykri bætt við – suðan látin koma upp

IMG_7307

IMG_0381

Gott að nota tómar vínflöskur fyrir saftina

IMG_7390  
 IMG_7397

 

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*