Súkkulaðibitakökur – þessar þykja bestar

Súkkulaðibitakökur - þessar þykja bestar

  • Servings: /Magn: 22 - 25 smákökur
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Í nokkur ár hefur Heba reynt að finna góða uppskrift að smákökum sem líkjast sem mest Subway smákökunum enda eru þær í uppáhaldi hjá henni – loksins hefur henni tekist það. Hún fann grunninn að þessari uppskrift á blandinu, prófaði sig áfram og breytti hér og þar.

Hráefni

  • 150 g smjör – við stofuhita
  • 150 g ljós púðursykur
  • 50 g púðursykur
  • 50 g sykur
  • 1 pakki Royal karamellubúðingur (duftið)
  • 1 tsk vanillusykur
  • 2 egg
  • 210 g hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • 175 g suðusúkkulaði – saxað (má nota m&m í staðin)

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 180°C
  2. Smjör, púðursykur, sykur og búðingsduft hrært vel saman
  3. Eggi bætt út í, einu í senn – mjög mikilvægt að hræra vel á milli
  4. Hveiti, matarsódi og vanillusykuri sigtað saman – hrært saman við.  Að lokum er súkkulaðið sett út í
  5. Matskeið notuð til að setja deigið á bökunarpappír – kökurnar eiga að vera frekar stórar
  6. Bakað í 8 -12 mínútur (háð stærð)

 

IMG_7316

IMG_7373  IMG_7407

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*