Sígilda jarðarberjatertan – auðveld og þægileg

Sígilda jarðarberjatertan

 • Servings: 10 - 12
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur frá mömmu.  Í þá daga, þegar hún bakaði þessa köku, voru alltaf notuð niðursoðin jarðarber enda ekki annað til.  Mér þótti þessi kaka alltaf góð og ákvað að baka hana um daginn og notaði að sjálfsögðu fersk jarðarber í fyllinguna.  Kakan er áfram góð þó að mér þyki hún aðeins of sæt.  Ekki spillir fyrir hvað hún er einföld og hægt er að undirbúa vinnuna með því að baka botnana eitthvað áður.  Þá er bara eftir að setja hana saman daginn sem á að bjóða upp á hana.

Hráefni

Botnar

 • 4 eggjahvítur
 • 2 – 2½ dl sykur
 • 100 g suðusúkkulaði – saxað
 • 5 dl kókosmjöl

Fylling

 • ½ l rjómi – þeyttur
 • 250 – 300 g fersk jarðarber (í gömlu uppskriftinni er hálf dós af jarðarberjum – marin)

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 150°C (blástur)
 2. Eggjahvítur hálfþeyttar og sykri bætt við – stífþeytt
 3. Kókosmjöl og súkkulaði sett út í – blandað saman varlega með sleif
 4. Tveir hringir teiknaðir á smjörpappír – sjá myndir.  Gott að smyrja pappírinn aðeins með smjöri (hafa það hart og kalt)
 5. Marengsblandan smurð létt innan hringferlanna á smjörpappírnum
 6. Bakað í 30 mínútur (það má baka báða botnana í einu þar sem ofninn er á blásturstillingu) – látið kólna á plötunni

 

Fylling og samsetning

 1. Rjómi þeyttur og jarðarberin skorin í sneiðar eða bita – blandað saman
 2. Rjómablandan sett á milli og ofan á botnana – sjá mynd

 

IMG_4977

 

IMG_4976

Teiknaðir hringir á smjörpappír þannig að þeir sjáist vel í gegn – sú hlið látin snúa niður 

IMG_4974IMG_4979

 

IMG_4978

IMG_7272

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*