Ris’ala’mande

Ris’ala’mande

 • Servings: 4 – 5
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Uppskriftin kemur frá mömmu og hefur alltaf verið notuð sem eftirréttur á aðfangadag og um leið möndlugrautur. Sá sem er svo heppinn að fá heilu möndluna, sem sett er í grautinn í lokin, fær möndlugjöfina. Stelpurnar mínar hafa alist upp við Ris’ala’mande og þykir það mjög gott en yngsta barnið mitt, strákurinn, er ennþá að venjast því. Ris’ala’mande er ekki alltaf jafngott – uppskriftirnar eru mismunandi.  Mér finnst þessi vera best.

Forvinna

Eftirréttinn þarf að útbúa daginn áður.

Hráefni

 • 1 dl hrísgrjón – best að nota grautarhrísgrjón (Grodris/grötris)
 • ½ l nýmjólk
 • Rúmlega ½ dl sykur (50 g)
 • 2 blöð matarlím
 • 1 msk sérrí
 • 25 g möndlur – hakkaðar
 • 2 – 3 dl rjómi

Verklýsing

 1. Hrísgrjón, mjólk og sykur sett í pott. Suðan látin koma upp og hrært í. Hitinn lækkaður og grauturinn látinn malla á lágum hita þar til hann verður þykkur eins og jafningur. Þetta á að taka u.þ.b. 40 mínútur. Mikilvægt er að hræra reglulega í grautnum þar sem mjólk getur auðveldlega brunnið við
 2. Matarlímið sett í skál með köldu vatni og látið liggja í 5 mínútur
 3. Þegar grauturinn er tilbúinn er matarlímið (vatnið hellt af og matarlímið kreist) sett í og hrært vel
 4. Sérrí og möndlum bætt við – hrært saman
 5. Rjómi þeyttur og settur út í grautinn þegar hann hefur kólnað aðeins. Grauturinn má ekki vera of heitur, þannig að rjóminn bráðni, en ekki það kaldur að grauturinn sé farinn að stífna. Gott að miða við að hann sé við líkamshita
 6. Ein stór mandla (án hýðis) sett í grautinn ef möndlugjöf er í boði
 7. Grauturinn settur í fallega skál og látinn standa í kæli yfir nótt
 8. Á okkar heimili er hann borinn fram með heimalagaðri krækiberjasaft en einnig er hægt að nota aðrar tegundir af saft eins og t.d. sólberjasaft (Ribena)

Geymsla

Grauturinn geymist ágætlega í kæli og er góður í nokkra daga.

IMG_9849 2 IMG_9847

IMG_9896

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*