Moscow Mule – frískandi engiferdrykkur

Moscow Mule – frískandi engiferdrykkur

  • Servings: /Magn: 1 glas
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Uppskriftin kemur frá Drífu og er eitt afsprengi af áhuga hennar á kokteilum. Þessi kokteill er frískandi og góður – einnig án áfengis.

Forvinna

Gott að kreista lime-ið áður.

 

Hráefni

  • ½ lime
  • 3 litlar engifersneiðar
  • 1 – 1½ cl sykursíróp (sjússamælir er 3 cl sem jafngildir einum einföldum)
  • 4½ cl vodka eða gin – (má sleppa)
  • Engiferbjór – fæst t.d. í Fjarðarkaupum
  • Engiferbiti og limesneið til skrauts

 

Verklýsing

  1. Glös/glas sett í frystinn – gott að nota viskíglas
  2. Lime skorið í tvennt og kreist ofan í hristarann – lime er líka sett í hristarann ásamt engifersneiðunum
  3. Sykursíróp sett í hristarann og allt kramið vel – ef ekki er til áhald til að kremja má setja allt í mortel og kremja í því – sett svo aftur í hristarann
  4. Vodka hellt í hristarann og klaka bætt út í – allt hrist vel saman
  5. Glas tekið úr frysti og slatti af klaka settur í það. Hellt úr hristaranum í glasið – klakinn skilinn eftir
  6. Fyllt upp í glasið með kældum engiferbrjór og hrært í glasinu
  7. Skreytt með engifer og lime

 

 

IMG_2887

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*