Basil Gimlet

Basil Gimlet – frábær kokteill

 • Servings: /Magn:1 glas
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Uppskriftin kemur frá Drífu og er afsprengi af kokteiláhuga hennar. Þessi kokteill hefur vakið mikla lukku og er sannarlega í miklu uppáhaldi.

Forvinna

Gott að kreista lime-ið áður.

 

Hráefni

 • 3 cl sykursíróp (sjússamælir er 3 cl sem jafngildir einum einföldum)
 • 10 basilikublöð
 • U.þ.b. 3 cl limesafi (1½ lime)
 • 4 cl gin
 • Klaki
 • Basilikublöð og nýmalaður pipar

Verklýsing

 1. Glas sett í frystinn
 2. Basilikublöð og sykursíróp sett í hristara og kramið vel þar – ef ekki er til áhald til að kremja saman má nota mortel
 3. Klakar settir í hristarann ásamt lime og gini
 4. Allt hrist vel saman
 5. Glasið tekið úr frysti og hellt úr hristaranum í það – til að drykkurinn verði vel tær má nota sigti
 6. Basilikulaufið, sem nota á til skrauts, er klappað saman með lófunum til að slétta það aðeins og það lagt ofan á drykkinn – sett ögn af nýmuldum pipar

 

 

IMG_2886

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*