Indverskt læri

Indverskt læri

 • Servings: fyrir 5 - 6
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Uppskriftin kemur frá mömmu og hefur þessi réttur verið reglulega á borðum í mjög mörg ár. Hann er sérstaklega góður og tiltölulega einfaldur. Mamma hefur alltaf borið hann fram með hrísgrjónum og salati. Stundum hefur hún útbúið jógúrtsósu með en fólkið á þessum bæ vill fá heita sósu þannig að hér er hún meira hugsuð fyrir forfallið sósufólk.

Hráefni

Kryddlögur

 • 2 miðlungs laukar – saxaðir smátt
 • 1 stk engifer (u.þ.b. 90 g) – rifið
 • 5 – 7 hvítlauksrif – söxuð smátt
 • 1,7 dl sítrónusafi
 • 1 tsk kóriander
 • 1 tsk cumen
 • 1 tsk garam masala
 • 1 tsk turmeric
 • ¼ tsk mace – fæst í Krydd og Tehúsinu
 • ¼ tsk múskat (nutmeg)
 • ¼ tsk kanill
 • ¼ tsk negull
 • ¼ tsk nýmalaður pipar
 • ½ tsk cayenne pipar eða eftir smekk

 

Kjöt

 • 2 kg læri með beini sem er síðan úrbeinað – hægt að fá læri úrbeinað í matvöruverslunum þar sem kjötborð er. Einnig er hægt að úrbeina það sjálfur

 

Jógúrtsósa

 • 1 hrein jógúrt
 • Agúrka – skorin í mjög litla bita
 • Örlítið af smá sætu eins og hunang
 • Nýmalaður pipar

 

Sósa (má sleppa)

 • ½ l vatn
 • 1 – 2 tsk karrý
 • 1 msk lambakraftur
 • 2 – 4 dl matreiðslurjómi
 • Salt og pipar
 • Soð af lærinu
 • 2 – 3 msk sósujafnari

Verklýsing

Kryddlögur

 1. Öllu hráefni blandað saman
 2. Læri úrbeinað og snyrt – flatt út með því að þrýsta því út og kryddlegi smurt á það. Lærið sett í plastpoka og geymt í kryddleginum í 2 daga í kæli. Ef snæða á kjötið eftir 1 dag er betra að láta kjötið standa lengur úti við stofuhita heldur en annars (alls ekki allan tímann en samt hluta af honum)
 1. Gott að taka kjötið úr kæli nokkrum tímum áður en kjötið er grillað. Ofninn hitaður í 175°C (yfir- og undirhiti) eða grillið hitað. Kjötið tekið úr plastpokanum og lagt á álbakka. Gott að setja hitamæli í mitt kjötið. Látið grillast þar til það nær 60 – 65°C (smekksatriði hversu rautt kjötið á að vera – mér finnst gott að taka það út þegar það er 63°C). Alltaf gott að láta kjötið standa og jafna sig áður það er borið fram

 

Jógúrtsósa

 1. Öllu hráefni blandað saman

 

Sósa

 1. Vatn sett í pott og hitað að suðu. Kjötkrafti bætt við og hann látinn leysast upp. Karrý bætt saman við ásamt pipar
 2. Sósujafnari settur út í og hitað að suðu þannig að sósan þykkni
 3. Matreiðslurjóma bætt við og saltað
 4. Soðið af lærinu bætt við (má sigta) – hrært
 5. Ef sósan er of þunn má setja meiri sósujafnara út í

Meðlæti

Hrísgrjón og naan brauð.

IMG_2548

IMG_3116

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*