Súrdeigsbrauð með sólblómafræjum og döðlum

Súrdeigsbrauð með sólblómafræjum og döðlum

  • Servings: /Magn:1 brauð
  • Difficulty: auðvelt en þarfnast undirbúnings
  • Print

Uppruni

Fékk súrdeigsbrauð með döðlum og sólblómafræjum hjá systur minni og var það góð samsetning.  Ákvað að gera tilraun með hlutföll og varð útkoman góð.  Ef maður er heima við og á súrdeigsgrunn er ekkert mál að skella í þetta brauð.  Ekki spillir fyrir að brauðið er fínt í nokkra daga – ekki síst beint úr brauðristinni.

Forvinna

Það er hægt að leggja í brauð að kvöldi og setja í kæli yfir nótt – taka það út morguninn eftir, gera klára þrískiptinguna og leggja deigið í körfu.  Ef brauðið á ekki að baka innan 6 – 8 klukkustunda er betra að geyma það í kæli þar til það er sett í ofninn.  Ofhefað súrdeigsbrauð er aldrei gott.

Hráefni

  • 160 g súrdeigsgrunnur – ef krukka með súrdeigsgrunni er til í kælinum er gott að láta hana standa aðeins úti til að súrdeigsgrunnurinn taki við sér (jafnvel í nokkrar klukkustundir)- gott að gera flotpróf (sjá leiðbeiningar um súrdeigsgrunn)
  • 300 ml vatn (volgt en ekki heitara en 37°C)
  • 300 g brauðhveiti
  • 100 g heilhveiti
  • 1 dl sólblómafræ
  • 1½ dl döðlur – ef döðlurnar eru harðar er gott að mýkja þær í heitu vatni í nokkrar mínútur
  • 10 g maldon salt

Verklýsing

  1. Öllu hráefni blandað saman í skál – plastfilma sett yfir og geymt í kæli í u.þ.b 8 klukkutíma eða yfir nótt
  2. Deigið tekið úr kæli. Hveiti stráð á borðplötu og deigið sett ofan á
  3. Hveiti sigtað yfir deigið og mótaður ferhyrningur. Þá er hann lagður saman þrefaldur (sjá mynd fyrir neðan). Endurtekið
  4. Deigið er síðan mótað í hring eða ílangt brauð með því að taka í hornin og beina þeim inn að miðju – þá myndast kúla
  5. Viskustykki lagt á borð og hveiti stráð yfir.  Deigið sett ofan á
  6. Sett í skál – hveiti stráð yfir og plastfilma lögð yfir skálina
  7. Látið standa í 6 – 7 klukkutíma við stofuhita (hægt að hægja á hefingu með því að geyma í kæli og þá má lengri tími líða áður en brauðið er bakað)
  8. Ofninn hitaður í 250°C (ef bakað í potti þarf hann að hitna með ofninum)
  9. Deiginu hvolft varlega úr skálinni og sett á bökunarpappir eða ofan í heitan pottinn
  10. Skál með vatni sett neðst í ofninn  (ef ekki er bakað í potti)
  11. Kross skorinn í brauðið og bakað í 25 – 30 mínútur. Ef brauðið er bakað í potti er gott að taka lokið af þegar 15 mínútur eru eftir af bökunartímanum
  12. Brauðið látið kólna á grind eða standandi á tveimur sleifum

Geymsla

Til að brauðið haldi skorpunni er ráð að láta það standa þannig að skurðarflöturinn snúi niður. Ef brauðið er sett í plastpoka verður það mýkra og missir skorpuna. Brauðið er einnig mjög gott næstu daga.

Þrískipting brauðs

IMG_2898 IMG_2896 IMG_2897

 

 

 

2 Comments

  1. Svo frábærar uppskriftir hjá þér. Búin að gera súrdeigspizzuna, og nokkur brauð úr súrdeigi hjá þér og allt jafn gott!
    Ein spurning, á þá ekkert að toga og teygja þetta brauð eins og er í flestum uppskriftum?

    • Kærar þakkir – gaman að heyra 🙂

      Það er ekki nauðsynlegt í uppskriftinni en alls ekki verra að lofa því að falla nokkru sinnum á höndina – flott að gera það eftir að það kemur úr kæli og bæta 1 – 2 klukkustundum við hefinguna. Það má þá draga þennan tíma svo frá lokahefingunni og láta nægja 4 – 5 klukkustundir. Mér finnst lyftingarnar með deigið skemmtilegur partur og gefa súrdeigisbrauðinu meiri loftleika en bindur mann aðeins meira við baksturinn 🙂

      Kveðja, Hanna

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*