Mexikósk kjúklingasúpa með nachos

Mexikósk kjúklingasúpa með nachos

 • Servings: fyrir 6
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Uppskriftina fékk ég hjá Elínu, vinkonu tengdamóður minnar, fyrir mörgum árum. Ég bjó súpuna til en þá féll hún ekki í kramið hjá börnunum – þótti of sterk.  Núna þykir þeim hún vera mjög góð. Strákurinn minn botnar ekkert í því af hverju honum þykir þessi súpa svona góð af því að honum finnst tómatar bara alls ekki góðir.

Forvinna

Súpuna má alveg laga eitthvað áður en hún er borin fram.

Hráefni

 • Olía til steikingar + smá klípa af smjöri
 • 3 laukar – saxaðir
 • 2 – 3 hvítlauksrif – söxuð/pressuð
 • 1 rauður chilipipar – saxaður (því meira af fræjum þeim mun sterkari verður súpan. Ég set ekki mikið af fræjum)
 • 3 flöskur af tómatsafa t.d. frá Sollu
 • 5 dl kjúklingasoð (5 dl vatn + 2 tsk kjúklingakraftur – athuga leiðbeiningar á umbúðum)
 • 2 tsk Worchestersósa
 • 1 chilikrydd
 • ½ – 1 tsk cayenne pipar
 • 2 dósir niðursoðnir tómatar eða 2 flöskur af maukuðum tómötum frá Sollu
 • 3 – 4 kjúklingabringur – kryddaðar með papríkukryddi
 • Má einnig setja 2 dl rjómi

Verklýsing

 1. Olía og smjör sett í pott – laukur látinn malla í u.þ.b. 5 mínútur á meðalhita. Chilipipar og hvítlauksrif bætt við – látið malla á vægum hita í nokkrar mínútur
 2. Það sem eftir er af hráefni, að frátöldum kjúklingabringum, sett í pottinn og látið sjóða í 45 – 60 mínútur
 3. Kjúklingabringur skornar í bita og kryddaðar með papríkukryddi
 4. Kjúklingabitarnir steiktir á pönnu í u.þ.b. 5 mínútur eða þar til þeir eru steiktir í gegn. Bitarnir settir út í súpuna og súpan látin malla í 5 – 10 mínútur

Meðlæti

Sett í litlar skálar – hver og einn velur eftir sínum smekk:

 • Guakemole
 • Sýrður rjómi
 • Nachos flögur
 • Rifinn ostur t.d. mosarellaostur

IMG_7626


IMG_7630

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*