Ljúffengur hummus

Ljúffengur hummus

 • Servings: /Magn: 1 skál
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift er heimatilbúin. Hummusinn er góður með allskyns brauði og kexi en á einnig vel við þegar borðuð er súpa með nýbökuðu brauði.

Forvinna

Hummusinn er hægt að útbúa daginn áður og geyma í kæli. Best að setja skrautið ofna á rétt áður en hann er borinn fram. Mér finnst betra að láta hummurinn ná stofuhita þegar hann er borðaður, og tek hann því úr kæli töluvert áður.

Hráefni

 • U.þ.b. 300 g kjúklingabaunir – niðursoðnar
 • ½ græn eða rauð paprika – skorin í bita
 • ½ – 1 chili – skorið í bita og fræhreinsað
 • 2 – 3 hvítlauksrif
 • 3 – 4 msk seasamfræ – mulið í morteli
 • ½ tsk cumin
 • 2 – 3 msk fersk steinselja
 • 2 dl olía
 • Ögn af salti og nýmöluðum pipar
 • Skraut:Ristuð graskerfræ (einnig hægt að nota Ristuð og léttsöltuð graskerafræ frá Sollu), þurrkaðar chiliflögur, olía, pipar og saltflögur – magn háð smekk og stærð yfirborðs á skálinni sem hummusinn er settur í

Verklýsing

 1. Allt hráefni sett í matvinnsluvél og maukað saman. Gott að setja á undan það sem tekur lengri tíma að maukast (t.d. hvítlaukur, paprika og chili) og láta vélina vinna á því fyrst
 2. Hummusinn settur í skál. Skrautinu dreift yfir

Geymsla

Geymist ágætlega í kæli.

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*