Home » Súkkulaðipæ með karamellufyllingu

Súkkulaðipæ með karamellufyllingu

Súkkulaðikaka með karamellufyllingu

  • Servings: /Magn:10 sneiðar
  • Difficulty: meðal
  • Prenta

Uppruni

Ég fann þessa uppskrift í sænsku blaði. Ákvað að prófa hana þar sem mér þótti líklegt að hún væri bæði barnvæn og fullorðins. Kakan er saðsöm en góð. Ég mun búa hana aftur til og set hana því hér inn.

Forvinna

Fínt að kakan standi í kæli yfir nótt.

Hráefni

Botn

  • 1 dl sykur
  • 3 dl hveiti
  • ½ dl kakó
  • 100 g smjör – við stofuhita
  • 1 egg

Karamellufylling

  • 1½ dl sykur
  • 1½ dl rjómi
  • 1½ dl síróp
  • 1 tsk vanillusykur
  • ¾ tsk salt
  • 150 g smjör

Súkkulaðikrem

  • 125 g suðusúkkulaði
  • 1¼ dl rjómi

Skreyting

  • Saltflögur

Verklýsing

Deig

  1. Öllu hráefni blandað saman – hnoðað og kúla mótuð. Sett í plastpoka og geymt í kæli í u.þ.b. 30 mínútur
  2. Ofninn hitaður í 175°C. Deigið flatt út þannig að hægt sé að setja það í 24-26 cm pæform með lausum botni (eða smelluformi). Gott að hafa smjörpappír undir og yfir deiginu og fletja það þannig út. Snúa því reglulega við og losa pappírinn reglulega frá. Þegar deigið er orðið nægilega stórt fyrir formið er smjörpappírinn tekinn af og það lagt í formið. Stinga hér og þar í botninn með gaffli.  Ath. að deigið á hliðunum getur lekið aðeins niður
  3. Álpappír settur á brúnina allan hringinn (svo að ekki brenni) og bakað í ofni í 12 mínútur
  4. Álpappír tekinn af og bakað í 5 – 10 mínútur til viðbótar. Látið kólna

 

Karamellufylling

  1. Sykur, rjómi og síróp sett í pott með þykkum botni. Suðan látin koma upp – hræra reglulega. Soðið þar til hitinn nær 120°C (ég nota hitamæli til aðstoðar). Hræra stöðugt í
  2. Þegar hitinn hefur náð 120°C er potturinn tekinn af hellunni og vanillusykur, smjör og salt hrært saman við. Smjörið látið bráðna – hrært
  3. Karamellunni hellt í pæbotninn (eða kökubotninn) og látin kólna. Sett í kæli í a.m.k. 3 – 4 tíma

 

Súkkulaðikrem

  1. Suðusúkkulaði saxað og sett í skál
  2. Rjóminn hitaður í potti þar til hann er farinn að sjóða. Þá er honum hellt yfir suðusúkkulaðið – látið standa í 1 mínútu og blandað saman þar til kremið verður slétt og kekkjalaust
  3. Súkkulaðikreminu hellt yfir karamellufyllinguna og pæið látið standa í kæli í 2 – 3 tíma

 

Skreyting

  1. Kakan tekið úr bökunarforminu  (pæjforminu) – sett á kökudisk og skreytt með saltflögum

 

Meðlæti

Borið fram með rjóma eða bara eitt og sér.

 

Geymsla

Geymist vel í kæli.

Bakað í smelluformi eða pæjformi (með lausum botni)

Karamellufylling í vinnslu

Súkkulaðikrem í vinnslu


Bakað í pæjformi…IMG_9837 2IMG_9839

 

 

 

 

 

 

Viltu skilja eftir athugasemd?

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*