Góða skúffukakan hennar Dagnýjar

Góða skúffukakan hennar Dagnýjar

 • Servings: fyrir 8
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Ég fékk þessa uppskrift hjá Dagnýju vinkonu minni. Hef aðeins breytt henni en hún er mjög vinsæl fimmtudagskaka á heimilinu.

Forvinna

Kökuna má vel baka daginn áður.

Hráefni

Kaka

 • 130 g smjör
 • 3 egg
 • 3 dl púðursykur
 • 4 dl hveiti
 • 3 msk kakó
 • ½ tsk vanilluduft (korn úr vanillustöng sem hægt er að kaupa í krukkum)
 • 1 tsk matarsódi
 • 1 tsk lyftiduft
 • Smá kanill
 • Smá salt
 • 1½ dl heitt vatn
 • 1 dl karamellusúrmjólk (jógúrt eða AB mjólk)

Súkkulaðikrem

 • 100 – 120 g suðusúkkulaði
 •  3/4 dl rjómi
 • 1 msk hunang
 • 1 tsk vanillusykur
 • Kókosmjöl

Verklýsing

Kakan

 1. Ofninn hitaður í 180°C
 2. Smjör og púðursykur hrært vel saman
 3. Eggjum bætt við – einu í einu
 4. Þurrefnum bætt við, vatni og að lokum er karamellusúrmjólkin (jógúrt eða Ab-mjólk) sett út í
 5. Bakað í kökuformi (29×25 cm eða 35×24 cm) í u.þ.b. 20 mínútur
 6. Kakan látin kólna áður en kremið er sett á

Súkkulaðihjúpur

 1. Súkkulaði látið bráðna yfir heitu vatnsbaði  – látið kólna aðeins. (Heitt vatnsbað: Pottur með vatni settur á helluna og skál ofan á – súkkulaðið látið bráðna í skálinni yfir sjóðandi vatninu)
 2. Hunangi, vanillusykri og rjóma bætt við – hrært saman þar til kremið verður slétt og fínt
 3. Gott að láta kremið kólna aðeins áður en því er smurt á kökuna
 4. Kókosmjöli stráð yfir

Meðlæti

Góð ein og sér en einnig með rjóma.

IMG_7625

IMG_7644

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*