Fyllt pasta í tómatasósu – fljótleg matargerð

Fyllt pasta í tómatasósu - fljótleg matargerð

 • Servings: fyrir 2
 • Difficulty: mjög auðvelt
 • Print

Uppruni

Uppskriftin varð til þegar ég þurfti að útbúa pastarétt í snatri og ég horfði á ofþroskaða tómata í gluggakistunni. Mjög fljótlegur og ódýr réttur ef Heimagerð tómatsósa (sjá: Uppskriftir – Ýmislegt) er til í ísskápnum. Eflaust hægt að nota eitthvað annað – t.d. tómatamauk frá Sollu.

Forvinna

Sósuna er hægt að laga töluvert áður og hita rétt áður en hún er borin fram.

Hráefni

 • 2 hvítlauksrif – pressuð
 • Olía – u.þ.b. 1 msk
 • 1 – 2 dl heimagerð tómatsósa
 • 2 stórir vel þroskaðir tómatar
 • 1 – 2 blöð af salvíu eða basil
 • 250 g ferskt tortellini pasta – fyllt með osti og tómötum

Verklýsing

 1. Vatn hitað að suðu í potti – tómatar settir ofan í (vatnið látið fljóta yfir) og þeir soðnir í u.þ.b. 3 mínútur
 2. Tómatarnir veiddir upp úr og hýðið tekið af – þeir skornir í bita
 3. Olía sett í pott ásamt hvítlauk – látið krauma á lágum hita
 4. Heimagerða tómatsósan sett í pottinn ásamt tómötunum
 5. Salvía skorin í litlar sneiðar og henni bætt í pottinn – ef notaður er basil er hann settur í um leið og sósan er borin fram
 6. Tortellini soðið og sett á fat
 7. Tómatasósunni hellt yfir og salviu eða basil stráð yfir

Meðlæti

Gott að rífa parmesanost yfir og þessi réttur bragðast vel með nýbökuðu brauði.

IMG_2445

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*