Djöflaterta – mjúk og góð

Djöflaterta – mjúk og góð

  • Servings: fyrir 8 - 10
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Ég ákvað að prófa þessa uppskrift en hún kemur úr uppskrifasafni mömmu. Ég er ekkert sérstaklega hrifin af smjörkremi en þessi kaka kom skemmtilega á óvart. Hún ferðaðist með mér á milli landshluta og lét hún ekki á sjá heldur varð bara betri með hverjum degi.

Forvinna

Kakan þolir vel að geymast í kæli og má laga hana einum eða tveimur dögum áður.

Hráefni

Botnar

  • Tæplega 2 dl hveiti (110 g)
  • 350 g sykur
  • 90 g kakó
  • 2 tsk lyftiduft
  • 1 tsk natron/matarsódi
  • 1 tsk salt
  • 240 ml (1 bolli) mjólk eða rjómi
  • 120 ml (½ bolli) olía, t.d. repjuolía
  • 2 egg
  • 1 tsk vanilludropar
  • 240 ml (1 bolli) heitt kaffi

Krem

  • 160 g suðusúkkulaði
  • 200 g mjúkt smjör
  • 1 eggjarauða
  • 1 tsk vanilludropar
  • 140 g flórsykur
  • 1 tsk kaffiduft
  • 2 tsk heitt vatn

Verklýsing

Botnar

  1. Ofninn hitaður í180°C
  2. Þurrefni sett í hrærivélarskál – blanda vel saman
  3. Mjólk eða rjóma, olíu, eggjum, vanilludropum og kaffi bætt saman við – hræra vel saman en varlega þar sem blandan er þunn
  4. Hellt í tvö smurð bökunarform – 23 cm í þvermál og sett í ofninn – bakað í 25 – 35 mínútur. Gott að stinga í botnana með kökuprjóni eftir 25 mínútur og athuga hvort hann kemur hreinn út. Ef svo er þá eru botnarnir bakaðir. Ekki baka þá of mikið þá verða þeir þurrari. Botnar kældir áður en kremið er sett á

Krem

  1. Súkkulaði brætt og kælt án þess að það nái að harðna
  2. Hrært saman við mjúkt smjör – í um 3 mínútur
  3. Eggjarauður settar saman við – hrært áfram þar til súkkulaðiblandan er glansandi og kekkjalaus
  4. Vanilludropar og flórsykur sett út í – hrært rólega
  5. Kaffiduftið látið leysast upp í heitu vatni – hellt varlega saman við kremið. Hrært áfram þar til kremið er mjúkt og létt
  6. Kremi smurt ofan á annan botninn – hinn lagður ofan á. Kakan smurð vandlega með kreminu að ofan og á hliðar
  7. Smekksatriði hvort kakan sé látin kólna í kæli áður en hún er borin fram

Meðlæti

Þeyttur rjómi, ís, grísk jógúrt, ávextir eða ber. Hún er líka góð ein og sér.

Geymsla

Geymist vel í kæli í nokkra daga.

IMG_3545

IMG_3266

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*