Mjúk og barnvæn súkkulaðikaka
Uppruni
Kakan gengur venjulega undir nafninu ,,Súkkulaðikaka Ásdísar og Birtu“. Hún er einföld og hafa börnin á heimilinu oft bakað hana án aðstoðar.
Forvinna
Tilvalið að baka kökuna daginn áður og geyma hana við stofuhita jafnvel í tvo daga. Hún verður bara betri og betri.
Hráefni
Kaka
- 250 g hveiti
- 1 tsk lyftiduft
- ½ tsk matarsódi
- 1 tsk salt
- 250 – 300 g sykur
- 4 msk kakó
- 125 g smjör – mjúkt
- 2½ dl mjólk
- 2 egg
Súkkulaðikrem
- 300 – 350 g flórsykur
- 2 – 3 msk kakó
- 100 g suðusúkkulaði
- 85 g smjör
- Vatn – tæplega ½ dl
Verklýsing
Kaka
- Ofninn stilltur á 175°C (blástur) eða 180°C (yfir- og undirhiti)
- Öllu hráefni blandað saman í hrærivélarskál – hrært saman
- Sett í form – 35 x 24 cm eða eitthvað sambærilegt
- Bakað í 20 mínútur
- Kakan tekin úr forminu (ágætt að láta hana kólna aðeins) – sett á kökudisk/bakka
Súkkulaðikrem
- Flórsykur og kakó – sigtað og blandað saman
- Suðusúkkulaði og smjör brætt í potti og blandað saman við flórsykursblönduna
- Vatni bætt við til að þynna kremið
- Kreminu smurt á kökuna
Kaka – hráefni