Heimagerð hamborgarabrauð – lítil

Heimagerð hamborgarabrauð – lítil

 • Servings: u.þ.b. 20 - 24
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni og forvinna

Uppskriftin kemur úr sænsku blaði.  Brauðin eru best nýbökuð en þau eru jafngóð þó þau hafi verið fryst.  Upplagt að geyma brauð í frysti og taka þau út nokkru áður þannig að þau nái að þiðna.  Skella þeim aðeins á grillið til að velgja þau.

Hráefni

 • 3 dl mjólk
 • 2 dl vatn
 • 25 g pressuger / 7 g þurrger
 • 2 tsk salt
 • 2 msk sykur
 • 12-13 dl hveiti
 • Sesamfræ

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 250°C
 2. Mjólk og vatn blandað saman í potti og hitað í 37°C. Hluti settur í hrærivélarskál ásamt gerinu – blandað saman þannig að gerið leystist upp. Afgangi af vökvanum sett í skálina ásamt salti og sykri (Gerbakstur – góð ráð)
 3. Hveiti bætt við og hnoðað þar til deigið er ekki lengur klístrað – loðir ekki við þegar komið er við það. Látið hefast með viskustykki yfir í 30 mínútur
 4. Deigið sett á hveitistráða borðplötu og skipt í tvennt. Hvor helmingur rúllaður í lengju og hverri lengju skipt í 10 – 12 bita. Hver biti mótaður í kúlu og lagður í ofnskúffu með bökunuarpappír
 5. Viskustykki lagt yfir (gott að úða vatni yfir) og látið hefast í 15 mínútur
 6. Nú er bökunarpappír lagður yfir bollurnar og þrýst á með bretti eða annarri bökunarplötu. Brettið og bökunarpappírinn tekinn af og látið hefast í 30 mínútur í viðbót
 7. Bollurnar penslaðar með eggi og sesafræjum stráð yfir
 8. Bakað í 6-8 mínútur

Meðlæti

Smáborgarar – litlir hamborgarar. Þessi brauð geta líka vel gengið með kjúklingaborgara eða sem samloka með osti og skinku.

Liður 1 – 5
hambosbraud

Liður 6

hambos2

Liður 7 – 8

hambos3

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*