Einföld og góð eplakaka

Einföld og góð eplakaka

 • Servings: 10 - 12 sneiðar
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Fékk þessa köku hjá Báru og þótti mér hún mjög góð.  Þessa gömlu góðu eplaköku er einfalt og þægilegt að baka.

Hráefni

 • 300 g smjör – við stofuhita
 • 300 g sykur
 • 3 egg
 • 300 g hveiti
 • 3 græn epli
 • 1½ tsk lyftiduft
 • U.þ.b. ½ tsk kanill
 • Möndluflögur

Verklýsing

 1. Ofninn stilltur á 180°C (blástur)
 2. Sykur, smjör og egg þeytt vel saman
 3. Hveiti og lyftidufti blandað saman – hrært út í deigið
 4. Deigið sett í smelluform 25 – 26 cm með bökunarpappír í botninum
 5. Eplin flysjuð og rifin eða skorin í litla bita og dreift yfir deigið ásamt kanil og möndluflögum
 6. Bakað í u.þ.b. 55 – 60 mínútur – gott að setja álpappír yfir þegar kominn er fallegur litur á kökuna svo að hún brenni ekki

Meðlæti

Þeyttur rjómi eða ís.

Geymsla

Kökuna þarf ekki að geyma í kæli – hún má gjarnan standa úti með loki yfir.


 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*