Sænskættuð möndlukaka – páskaleg og góð

Sænskættuð möndlukaka – páskaleg og góð

 • Servings: 12 sneiðar
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessa góðu köku fékk ég hjá Eriku. Uppskrift að kökunni má finna í gömlum sænskum kokkabókum en þá undir heitinu „Oscar II tårta“ nefnt eftir kónginum Oscar II en honum þótti kakan afskaplega góð.

Forvinnsla

Kökuna má gjarnan baka daginn áður og hana má líka frysta.

Hráefni

Möndlubotnar

 • 150 g möndlur – muldar fínt
 • 5 eggjahvítur
 • 1½ dl sykur

Smjörkrem

 • 5 eggjarauður
 • 1 dl mjólk eða rjómi
 • 1 dl sykur
 • 170 g smjör – skorið í bita

Skreyting

 • 50 g möndluflögur
 • Lítil páskaegg eða annað skraut

 

Verklýsing

Möndlubotnar

 1. Möndlur muldar fínt í matvinnsluvél
 2. Ofninn hitaður í 175°C (blásturstilling)
 3. Bökunarpappír settur í tvær ofnskúffur. 24 – 25 cm hringform notað til að teikna útlínur (hliðin  sem teiknað er á er látin snúa niður)
 4. Eggjarauður aðskildar frá hvítunni og þær lagðar til hliðar fyrir smjörkremið (ágætt að setja plastfilmu yfir og geyma í kæli)
 5. Eggjahvíturnar stífþeyttar. Sykrinum bætt við – lítið í einu og þeytt á milli
 6. Möndlumulningnum blandað varlega saman við með sleif
 7. Blöndunni dreift jafnt innan í hringina á bökunarpappírnum
 8. Bakað í ofninum í u.þ.b. 22 mínútur – fylgjast með svo að ekki brenni
 9. Kökunum hvolft á annan bökunarpappír og hinn tekinn af – látið kólna

 

Smjörkrem

 1. Eggjarauðurnar settar í pott ásamt sykrinum og mjólkinni/rjómanum – hrært saman
 2. Blandan hituð varlega (hrært í um leið) þar til hún þykknar. Blandan þykknar við að hitna en mikilvægt er að hún sjóði ekki
 3. Potturinn tekinn af hellunni og smjörbitar settir út í – einn og einn í einu. Hræra reglulega þar til smjörið hefur bráðnað
 4. Mikilvægt er að láta kremið kólna í kæli. Ef það er sett of snemma á kökuna vill það leka út um allt

 

Samsetning og skreyting

 1. Annar botninn settur á kökudisk og helmingnum af kreminu dreift yfir
 2. Hinn botninn settur ofan á og afganginum af kreminu dreift yfir hann
 3. Kökuna má skreyta með ristuðum möndluflögum. Þær eru ristaðar á pönnu eða ofni – mikilvægt að fylgjast með að þær brenni ekki. Einnig má skreyta kökuna með litlum páskaeggjum eða öðru skemmtilegu skrauti

Botnar


 

Smjörkrem 

 

Samsetning

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*