Fljótleg og góð eplakaka

Fljótleg og góð eplakaka

 • Servings: fyrir 8
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessi uppskrift kemur úr gamalli bók en hún hefur aðeins tekið breytingum með árunum – alltaf vinsæl og sérstaklega auðvelt að baka.

Hráefni

 • 120 – 130 g marsipan
 • 1 eggjahvíta
 • 2 egg
 • Rúmlega 1 dl sykur
 • ¾ dl matarolía
 • 1½ dl hveiti
 • 1 tsk lyftiduft
 • 300 – 350 g epli – helst græn
 • 3 msk sykur (blandað saman við eplin)
 • 1 msk kartöflumjöl (blandað saman við eplin)

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 175°C (yfir- og undirhiti)
 2. Eggjahvíta stífþeytt og marsipan rifið – blandað saman í skál og lagt til hliðar (Ekki er nauðsynlegt að þvo skálina og þeytarann eftir eggjahvítuna)
 3. Egg og sykur þeytt saman. Olíu hellt út í – þeytt. Lyftidufti og hveiti bætt við – blandað saman með sleikju
 4. Deigið sett í 23 cm smelluform í þvermál. Ágætt að setja bökunarpappír í botninn
 5. Epli afhýdd og rifin. Sykri og kartöflumjöli blandað saman við eplin og dreift yfir deigið
 6. Eggjahvítu og marsipani dreift yfir kökuna
 7. Bakað í 45 – 60 mínútur. Láta álpappír yfir kökuna ef hún verður of dökk

Meðlæti

Borið fram með þeyttum rjóma eða ís.

Geymsla

Góð daginn eftir.

IMG_1449

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*