Ofnsteiktir, kartöflubátar og gulrótarbitar

Ofnsteiktir, kartöflubátar og gulrætur

 • Servings: fyrir 4
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Mamma býr oft til þennan kartöflurétt með lambalærinu. Þetta er sérstaklega einfalt og gott.

Forvinna

Hægt að forvinna allt. Sett aftur í ofninn rétt fyrir matinn.

Hráefni

 • 14-16  kartöflur
 • 3-4 gulrætur
 • Olía
 • Salt og pipar

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 225°C
 2. Kartöflur og gulrætur hreinsaðar og flysjaðar ef með þarf
 3. Kartöflur skornar í báta og gulrætur í bita
 4. Olía sett í plastpoka – kartöflur og gulrætur settar ofan í og hrist
 5. Kartölfum og gulrótum hellt í ofnskúffu – saltað og piprað
 6. Sett í ofn og stillt á 15 mínútur
 7. Tekið út og látið bíða aðeins – hært í – hrist og losað vel frá botninum
 8. Sett aftur inn og stillt á 15 mínútur
 9. Tekið út og látið standa – rótað aðeins í. Gott að smakka til að athuga hvort allt sé steikt í gegn. Beðið þar til 10 mínútur eru í matinn – lækka hitann í ca. 175°C – sett aftur inn svo að kartöflurnar og gulræturnar hitni í gegn. Fylgjast með að ekki brenni

Á vel við

Lambalæri og hvers kyns grillmat.

IMG_0073

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*