Gæðabrauð Guðfinnu

Gæðabrauð Guðfinnu

  • Servings: /Magn: 32 aflöng smábrauð
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Mamma bakaði þetta brauð oft á árum áður. Þegar ég fór að prófa mig áfram með súrdeigsbrauð fóru börnin á bænum að tala um brauðið sem amma þeirra bakaði einu sinni og þeim þótti svo gott. Þegar ég fór að grúska í uppskriftunum mínum fann ég uppskriftina og kemur í ljós að gæðabrauð Guðfinnu er súrdeigsbrauð.  Hún gerði ýmsar útfærslu með tegundir af mjöli en ef bollurnar voru hafðar í veislum var eingöngu notað hveiti.

Hráefni

Verklýsing

  1. Vatn og ger blandað saman í hrærivélarskál.  Öðru hráefni er bætt við og hnoðað.   Bæti hveiti við ef deigið er of klístrað þar til það hættir að klessast við fingurna (ekki í samræmi við það sem ég hef lesið að ekki megi hnoða súrdeig – það virðist vera í góðu lagi)
  2. Látið hefast í 1 klukkustund
  3. Deigið sett á hveitistráða borðplötu og skorið í 4 jafnstóra hluta. Hverjum fjórðungi er síðan skipt í 8 hluta – hver hluti mótaður í mjó aflöng brauð og þau lögð á ofnskúffu með smjörpappír. Athuga að það er í góðu lagi að skipta í færri parta og hafa brauðin stærri og færri
  4. 32 smábrauð komast fyrir í 3 ofnskúffum. Látið hefast í 30 – 45 mínútur – undir vatnsúðuðu viskustykki
  5. Ofninn hitaður í 225°C
  6. Penslað með hrærðu eggi og birki- eða seasamfræjum stráð yfir
  7. Bakað í 13 mínútur

Viðbit/Álegg

Gott nýbakað með smjöri og osti en er einnig vinsælt með túnfisksalati.

Geymsla

Brauðið geymist vel í frysti og er gott að geta gripið til þess þar.

gædabraudgudf

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*