Berglindarbrownies – besta súkkulaðikakan

Berglindarbrownies - besta súkkulaðikakan

 • Servings: 10-12 manns
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þessa uppskrift fengu dætur mínar hjá Berglindi og er kakan því alltaf kölluð Berglindarbrownies á heimilnu. Hún er efst á lista í flestum afmælum og klárast alltaf. Sumum finnst gott að hafa hana volga en öðrum finnst hún betri beint úr ísskápnum.

Forvinna

Yfirleitt baka ég kökuna daginn áður og ber hana fram kalda.

Hráefni

 • 225 g smjör
 • 240 g suðusúkkulaði
 • 6 egg
 • 4 dl sykur
 • 1 poki súkkulaðidropar (ég nota Freyju súkkulaðidropa 200 g)
 • 3 dl hveiti
 • 1½ tsk vanilludropar
 • 6 msk kakó

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 130°C á blæstri
 2. Smjör og súkkulaði brætt saman yfir vatnsbaði á lágum hita
 3. Egg og sykur þeytt þar til hræran verður létt og ljós
 4. Sigta saman hveiti og kakó og blanda því út í eggjahræruna – blanda saman með sleikju
 5. Súkkulaði- og smjörblöndunni hellt saman við deigið ásamt vanilludropum og súkkulaðidropum – blanda saman með sleikju
 6. Deigið sett í form (35×24 cm) – hafið formið rúmlega hálft og bakið í 30-35 mín. Flestir á heimilinu eru sammála um að kakan sé best þegar hún er svolítið blaut þ.e. ekki of mikið bökuð – baka hana yfirleitt í 32 mínútur. Ef formið er minna og hærri þarf að baka hana aðeins lengur
 7. Látíð kökuna kólna – þá er auðveldara að skera hana í bita

Meðlæti

Berglindarbrownies er borin fram með ís eða þeyttum rjóma.

Geymsla

Geymist ágætlega í nokkra daga í kæli.

IMG_5583

IMG_2067

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*