Steinasteik – frábær helgarmatur

Steinasteik – frábær helgarmatur

 • Servings: 6-8 manns
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Fyrir mörgum árum fengum við stein á grind ásamt hiturum í jólagjöf. Gjöfin hafnaði ónotuð í geymslunni í mörg ár þar sem við vissum ekki  hvernig átti að nota gripinn. Auk þess vorum við með lítil börn og illa við að vera með opinn eld á matarborðinu. Einn daginn tókum við steininn fram og ákváðum að prófa þennan eldurnarmáta og sló hann heldur betur í gegn. Börnunum finnst þetta bæði skemmtileg stemning og góður matur. Við höfum haft svona mat í boðum og er hann á óskalista hjá vinum barna okkar. Þessi steinn er svipaður pizzusteini fyrir grill – hann springur með tímanum þannig að reikna má með endurnýjun (fæst í sumum búsáhaldabúðum – keypti síðast í Kúnígúnd. Ath. verður að vera með hitara undir). Það er hægt að steikja hvað sem er – láta hugmyndarflugið ráða. Hér fyrir neðan er bara það helsta og vinsælasta sem við höfum notað. Þar sem það tekur tíma að elda matinn má gera ráð fyrir að fólk borði hægar og minna.

Forvinna

Kjötið skorið í bita og marið aðeins með kjöthamri. Humarinn látinn þiðna yfir nótt í kæli og hreinsaður. Fiskinn og grænmeti er einnig hægt að skera niður í bita einhverju áður.

Hráefni

 • U.þ.b. 1,2  kg bland af nauta- og lambakjöti (t.d. lundir/file)
 • 12 -16 stk humar
 • Sveppir
 • Rauðlaukur
 • Paprika
 • Gulrætur / brokkolí
 • Langa/keila

Meðlæti

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 200°C – steinninn settur í kaldan ofninn og látinn hitna með ofninum
 2. Lamba- og nautakjöt skorið í bita og marið aðeins með kjöthamri. Humar hreinsaður úr skelinni og snyrtur. Fiskur skorinn í bita
 3. Gærnmeti skorið niður og sett í skálar. Rauðlaukur skorinn í báta og settur í skál með vatni (þá verður ekki eins mikil lauklykt og hann mildast aðeins). Gulrætur forsoðnar
 4. Hvítlaukssmjör lagað. Smjör látið standa á borðinu eða mýkt í örbylgjuofninum. Hvítlauksrif pressuð og steinselja söxuð. Öllu blandað saman í skál – hrært
 5. Þegar allt meðlæti er tilbúið þ.e.a.s. kartöflur og sósur er allt hráefni sett á matarboðið ásamt grindinni fyrir steininn. Steinninn settur í grindina og kveikt á hiturunum
 6. Kjöt/fiskur og grænmeti steikt.  Humarinn er steiktur upp úr hvítlaukssmjörinu og einnig er gott að steikja sveppina upp úr því.

IMG_0284

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*