Góða gulrótarsúpan

Góða gulrótarsúpan

 • Servings: fyrir u.þ.b. 4
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Þessi súpa hefur oft verið á borðum á heimilinu þar sem flestum börnunum þykir hún góð. Ekki verra að hún er líka holl. Uppskriftin kemur af uppskriftarspjöldum sem voru gefin út fyrir mörgum árum.

Forvinna Súpuna er hægt að laga daginn áður – jafnvel betra.

Hráefni

 • 2 msk ólífuolía
 • 2 – 3 hvítlauksrif – grófskorin
 • 1 laukur – saxaður
 • 2 sellerístönglar – niðurskornir
 • 1 msk ferskur engifer – rifinn eða 1 tsk engiferduft
 • 2 msk hveiti
 • 12 dl kjúklingasoð (12 dl heitt vatn og u.þ.b. 5 tsk kjúklingakraftur)
 • 400 g gulrætur – rifnar
 • 1 tsk karrý
 • 1 tsk cumin
 • ½ tsk svartur pipar
 • 1 dl döðlur – niðurskornar
 • 1 msk sítrónusafi
 • Chiafræ / Ab-mjólk – má sleppa

Verklýsing

 1. Olía sett í pott og saxaður laukur út í – látið krauma á meðalhita
 2. Hvítlauk, sellerí og engifer bætt við – látið krauma í nokkrar mínútur og hrært vel í
 3. Kjúklingasoð útbúið – heitt vatn og kjúklingakraftur blandað saman
 4. Potturinn tekinn af hellunni og hveiti stráð yfir. Hitað aftur í 2 mínútur og hrært vel í á meðan. Kjúklingasoði hellt út í í mjórri bunu – hrært vel
 5. Gulrætur settar út í ásamt karrý, cumin og pipar – suðan látin koma upp
 6. Hitinn lækkaður og súpan látin malla í 10 mínútur
 7. Döðlum bætt við og látið malla í 5 mínútur í viðbót
 8. Súpan sett í matvinnsluvél og maukuð. Sett aftur í pottinn og hituð
 9. Sítrónusafa bætt út í

Meðlæti Gott að setja Ab-mjólk ofan á súpudiskinn eða strá chiafræum ofan á. Borið fram með nýbökuðu brauði – súrdeigsbrauðið góða á mjög vel við.

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*