Góð sætkartöflumús
Uppruni
Hér kemur ein lauflétt sætkartöflumús sem fellur í kramið jafnt hjá ungum sem öldnum. Það orkar kannski tvímælis að kalla hana lauflétta þar sem hún er stútfull af hitaeiningum en það skipti kannski ekki öllu fyrir yngstu og elstu kynslóðina. Hún er að minnsta kosti sérstaklega auðveld að búa til og góð á bragðið.
Hráefni
- 800 g af sætri kartöflu
- 90 – 100 g smjör
- 2 – 3 dl rjómi
- Saltflögur
- Nýmalaður svartur pipar
Verklýsing
- Kartöflurnar soðnar og flysjaðar. Suðutíminn getur verið mismunandi eftir stærð og lögun (yfirleitt 20 – 40 mínútur). Hægt er að stytta hann með því að skera kartöfluna í minni bita. Kartöflurnar maukaðar með töfrasprota
- Smjörið brætt í potti. Maukuðu kartöflurnar settar út í ásamt rjóma – blandað vel saman. Saltað og piprað







