Hægeldaðir tómatar með stracciatella
Uppruni
Þessir réttur toppar allt.. bæði einfaldur og einstaklega góður. Hann má bera fram sem hádegisbröns, forrétt eða smárétt. Réttinn má einfalda með því að forvinna mikið af honum en stracciatella má útbúa daginn áður og tómatarnir þurfa að vera tæpa klukkustund í ofninum þannig að það er upplagt að baka þá fyrr um daginn … það sama má segja með brauðið ef það er heimabakað. Ef til eru súrdeigssneiðar í frystinum er upplagt að nota þær, rista á pönnu eða í brauðristinni. Mæli svo mikið með þessum rétti… skemmtilega auðveldur og góður sem klárast alltaf.
Hráefni
- 500 g litlir tómatar – skornir í tvennt
- 2 tsk sykur
- 2 msk hvítvínsedik
- 2 msk olía
- Salt og pipar
Samsetning
- Heimagert stracciatella
- 3 stilkar basilika – blöðin söxuð
- 2 msk ólívuolía
- salt og pipar
- 4 brauðsneiðar
Verklýsing
- Ofninn stilltur á 160°C. Tómatar lagðir á ofnplötu með bökunarpappír. Afskorna hliðin látin vísa upp – sykri, olíu og ediki blandað samana í skál og dreift yfir tómatana. Saltað og piprað
- Tómatarnir bakaðir í 40 – 50 mínútur – þar til þeir verða mjúkir
Samsetning
- Stracciatella sett á fat eða 4 diska … tómatar settir ofan á, basiliku, olíu, salti og pipar dreift yfir
- Borið fram með nýbökuðu eða ristuðu brauði







