Home » Súper auðvelt stracciatella

Súper auðvelt stracciatella

Heimagert stracciatella

  • Servings: /Magn: 170 - 200 g
  • Difficulty: auðvelt
  • Prenta

Uppruni

Eitt af mínu uppáhalds er burrata en það getur verið þrautin þyngri að nálgast góðan burrata á Íslandi.  Mér til mikillar ánægju rakst ég á þessa uppskrift í blaði ….einfalt stracciatella en það er einmitt fyllingin í  burrataostinum. Stracciatella má nota í ýmsa matargerð eins og t.d. á pizzu, sem ídýfu eða á samlokur. Næsta mál á dagskrá er að læra að búa til minn eiginn burrata en þangað til get ég skellt í súper dúper einfalt stracciatella.

Hráefni

  • 1 fersk stór mozzarellakúla (u.þ.b. 125 g)
  • ½ – 1 dl rjómi
  • Salt

Verklýsing

  1. Vökva hellt frá og osturinn skorinn niður fínt í strimla eða rifinn fínt í rifjárni
  2. Strimlarnir settir í skál og rjómanum hellt yfir – lokað og látið standa í a.m.k. 3 klukkustundir eða helst yfir nótt í kæli.  Magnið af rjómanum fer eftir því hversu blautt þú vilt hafa straccatellað
  3. Hrært og smakkað með salti

Hugmyndir: 

Eins og áður segir er stracciatella mjög gott í matargerð eins og ídýfu eða ofan á brauð. Það gerist fátt betra en pönnuristuð súrdeigsbrauðsneið með pestói, stracciatella, pharmaskinku og dass af parmesan eða nokkrum dropum af olíu og nokkrum pipar- og saltkornum.

Geymsla:  Geymist ágætlega í nokkra daga í lokuðu íláti í kæli.

 

Mozzarella rifið niðu og með rétt rúmlega ½ dl rjóma 

 

Mozzarella skorið í strimla og með nær 1 dl rjóma

Pönnuristað súrdeigsbrauð með pestói, salati, stracciatella og parmaskinku 🙂

2 Comments

  1. Pingback: Hnoðaðar kúri súrdeigspizzur

  2. Pingback: Frábær smáréttur eða forréttur.. stracciatella með tómötum

Viltu skilja eftir athugasemd?

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*