Kakó í kuldanum
Uppruni
Þessi hlutföll að kakói koma frá mömmu. Auðvitað er ekkert heilagt og um að gera að nota hugmyndaflugið og bæta því við sem hverjum og einum dettur í hug. Krökkunum mínum finnst gott að setja bita af suðusúkkulaði en ég veit að einhverjir setja ögn af vanilludropum eða kanil í sitt kakó. Þeyttur rjómi er svo voða góður ofan á.
Hráefni
- 1 msk kakó
- 2 msk sykur
- 1 msk vatn
- 1 – 1½ dl mjólk
- 1 – 2 bitar af suðusúkkulaði (má sleppa)
- Þeyttur rjómi
Verklýsing
- Kakó, sykur og vatn sett í pott – hrært saman og hitað
- Mjólk bætt við og hrært
- Þegar blandan er farin að krauma eru súkkulaðibitar settir út í – hrært þar til þeir hafa bráðnað og blandast saman við. Hitað að suðu
- Hellt í bolla og slurkur af þeyttum rjóma settur ofan á
Ath. Ef gera á meira magn eru hlutföllin bara margfölduð.