Brownies með kókosbollum

Einfalt og súpergott

 • Servings: 7-8
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Enn og aftur kemur ný útgáfa af brownies enda bæði einfalt og gott að baka til að hafa í eftirrétt eða ef gesti ber að garði.  Það er smekksatriði hvort kakan er betri nýbökuð eða eftir að hafa verið sett í kælinn.  Ef hún er kæld er auðveldara að skera hana í bita og bjóða upp á hana þannig, með rjóma eða vanilluís.

Hráefni

Deig

 • 225 g smjör
 • 240 g suðusúkkulaði
 • 6 egg
 • 3 dl sykur
 • 3 dl hveiti
 • 6 msk kakó
 • 8 – 10 kókosbollur

 

Verklýsing

 

 1. Ofninn hitaður í 130°C á blæstri
 2. Smjör og súkkulaði brætt saman yfir vatnsbaði á lágum hita
 3. Egg og sykur þeytt þar til hræran verður létt og ljós
 4. Hveiti og kakó sigtað saman og blandað út í eggjahræruna – blanda saman með sleikju
 5. Súkkulaði- og smjörblöndunni hellt saman við deigið – hrært varlega saman með sleikju
 6. Kókosbollur skornar í bita og settar út í
 7. Deigið sett í form (35×24 cm) með bökunarpappír í botninum  – best að hafa formið rúmlega hálft og baka í 32 – 37 mínútur. Flestir á heimilinu eru sammála um að kakan sé best þegar hún er svolítið blaut þ.e. ekki of mikið bökuð – baka hana yfirleitt í 32 mínútur. Ef formið er minna og hærra þarf að baka hana aðeins lengur
 8. Kakan látin kólna – þá er auðveldara að skera hana í bita
 9. Borið fram með rjóma eða vanilluís

 

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*