Namminamm ostasíld

Þessi síld er æði

  • Servings: /Magn: u.þ.b. 900 g
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Þessa síld fékk ég fyrir ári síðan á jólahlaðborði þar sem allir komu með eitthvað.  Mér fannst hún svo góð að það var ákveðið að eiga þetta gúmmulaði í ísskápnum á aðventunni að ári …. það er eiginlega fátt betra með þessu en heimabakað rúgbrauð.

Hráefni

  • 600 g marineruð síld (Nota Djúpavogssíld – læt laukinn og kryddið fylgja með en ekki löginn)
  • 1 dós sýrður rjómi
  • ½  dl majones
  • 2 harðsoðin egg – skorin í litla bita
  • 1/4 tsk chiliduft
  • 1 búnt ferskt dill – saxað (má einnig nota þurrkað)
  • 1½  dl Primadonna ostur – rifinn (eða sambærilegur ostur)

Verklýsing

  1. Sýrðum rjóma, majonesi, chilidufti og dilli blandað saman
  2. Eggjum og rifnum osti blandað saman við ásamt marineruðu síldarbitunum (má skera þá í tvennt)

Gott með:  t.d. Rúgbrauði og góða brauðinu

Geymsla: Geymist vel í kæli

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*