Hressandi skot með engifer og sítrónu
Uppruni
Þegar ég fór til Svíþjóðar um daginn keypti ég mér svona drykk í búðinni og fannst mér mjög góð byrjun á deginum að fá mér eitt svona skot. Þegar heim var komið ákvað ég að reyna að líkja eftir snapsinum góða. Þar sem ég á ekki safapressu fer ég súper dúper einfalda leið að þessu… kaupi pressaðan engifer og sítrónur og þá tekur þetta enga stund.
Hráefni
- ½ dl pressaður engifer
- Rúmlega ½ dl sítrónusafi
- 1 lífrænt epli
- 2 – 3 dl vatn
Hugmyndir
- Turmerik
- Handfylli af ferskri myntu – má sleppa
- Klakar – má sleppa
Verklýsing
- Eplið er skorið í nokkra bita (með hýðinu) og allt sett í blandara og maukað saman
- Sett í hreina flösku og inn í kæli. Geymist vel í kæli