Ferskt sítrónukryddsmjör með bakaðri kartöflu

Sítrónukryddsmjör - ferskt og gott í kartöfluna

 • Servings: /Magn: 8 - 10 sneiðar
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Fékk þetta góða sítrónusmjör í matarboði og nældi í uppskriftina.  Frábært ofan í bökuðu kartöfluna.

 

Forvinnsla 

Upplagt að útbúa smjörið daginn áður og eiga í kæli.

 

 

Hráefni

 • 110 g smjör
 • 1 lífræn sítróna – börkur og safi
 • 1 tsk þurrkað dill (1 msk ferskt dill) eða 1 msk blanda af öðrum ferskum kryddjurtum eins og t.d. steinselju og salvíu

 

Verklýsing

 1. Smjör sett í skál ásamt fínrifnum sítrónuberki, sítrónusafa (1 – 2 msk) og kryddjurtum – hrært vel saman (ágætt að nota hrærivél en ekki nauðsynlegt). Smjörblandan sett í plastfilmu sem er rúlluð upp – sjá mynd
 2. Rúllan sett í kæli þannig að smjörblandan harðni.  Plastfilman tekin af og rúllan skorin niður í sneiðar

 

 

 

 

 

 

2 Comments

 1. Girnilegt.
  Ein spurning, myndi þetta ekki geymast þokkalega í kæli?
  Eða hefur sýran kannski slæm áhrif til lengri tíma?

  Fínt að eiga svona í kæli fyrir lax t.d. 🙂

  • Þetta ætti að geymast vel í kæli – þetta hefur alltaf klárast tiltölulega fljótt þannig að það hefur ekki reynt á það hjá mér.

   Frábær hugmynd að eiga þetta í kæli og setja á lax eða silung… ætla klárlega að prófa það 🙂

   Ég myndi halda að smjörið þoli allavega 1 – 2 vikur í kæli .. svo framarlega sem sítrónurnar eru ferskar. Bjó til um daginn úr lífrænum sítrónum sem voru orðnar svolítið tæpar og mér fannst þá bragðið ekki eins gott.

   Kveðja, Hanna

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt.

*