Rjúkandi rabarbarapæ í leirpotti

Rabarbarapæ - auðvelt og mjög fljótlegt

  • Servings: 3 - 4
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Af hverju ekki að henda í rabarbarapæ þegar hann vex í garðinum eða hægt er að nálgast hann hjá einhverjum sem maður þekkir?  Þessi réttur er með þeim auðveldari og sérstaklega góður.

Forvinnsla 

Upplagt að forbaka pæið og henda svo aðeins inn í ofn svolítið áður en það er borið fram.  Það er samt gott að láta pæið aðeins jafna sig eftir að það er tekið úr ofninum.

 

Hráefni

  • 200 – 225 g rabarbari – skorinn í sneiðar
  • 1 dl hvítir súkklaðidropar
  • 1 dl kókosflögur
  • 1 msk hunang
  • 1 tsk vanillusykur

 

Crumble

  • ¾ dl hveiti
  • 50 g smjör – kalt
  • ¼ dl flórsykur
  • Tæplega ¼ tsk vanillusykur

 

Verklýsing

  1. Ofninn hitaður í 180°C (blástur)
  2. Rabarbari, kókosflögur, hvítt súkkulaði og hunang sett í skál og blandað saman. Hellt ofan í leirpott (eða sambærilegan pott sem þolir að fara í ofn)
  3. Allt hráefni í crumble sett í matvinnsluvél og mulið – mulninginn má samt ekki vinna of mikið
  4. Crumble dreift yfir rabarbarablönduna, lokið sett á pottinn og bakað í ofninum í 20 mínútur
  5. Lokið tekið af og pæið látið eldast í 10 – 15 mínútur til viðbótar
  6. Borið fram með þeyttum rjóma eða ís

 

Crumble (mulningnum) dreift yfir, lokið sett á pottinn og inn í ofninn

 

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*