Fljótlegur eftirréttur sem svíkur engan

Barnvænn eftirréttur stútfullur af gúmmilaði

 • Servings: 3 - 5
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Þennan eftirrétt bý ég oft til þegar tíminn er naumur en eins og alltaf finnst mér ekkert betra en að toppa góðan mat með eftirrétti.  Það er gaman að finna ný not fyrir leirpottana mína en einnig má nota eldfast fat með frekar háum köntum (til að koma fyllingunni fyrir). Þessi eftirréttur er einfaldur og góður…. mæli með honum.

Hráefni

 

Fylling

 • Kexkökur – gott að nota súkkulaðikex – eða það sem er í uppáhaldi hjá hverjum og einum
 • Mjúkís
 • Niðurskornir ferskir ávextir eins og t.d. jarðarber

 

Marengs

 • 3 eggjahvítur
 • 40 – 50 g sykur

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 225°C (yfir- undirhiti)
 2. Marengs: Eggjahvítur hálfþeyttar. Sykri bætt við og þeytt þar til blandan fer að stífna. Mér finnst betra að þeyta marengsinn ekki of mikið
 3. Kex mulið gróflega í botninum á pottinum/skálinni
 4. Niðurskornum ávöxtum dreift yfir og ískúlur settar ofan á
 5. Marengsinum smurt yfir með sleikju – mikilvægt að hylja yfir allan ísinn vel
 6. Skálin/potturinn sett inn í ofn og marengsinn látinn brúnast í 1 – 3 mínútur. Best að fylgjast vel með svo að hann brenni ekki

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*