Einn laufléttur karrýfiskréttur eldaður í leirpotti

Karrýfiskréttur - einfaldur og góður

 • Servings: 3 - 4
 • Difficulty: auðvelt
 • Print

Uppruni

Ég hef gaman af því að að prófa mig áfram með rétti í leirpottunum mínum og er þetta ein tilraunin.  Rétturinn er alveg afbragðs góður og ekki spillir fyrir að hann er einfaldur og fljótlegur.  Með þvi að elda fiskinn í ofninum með lokinu á verður hann safaríkur og góður.  Þessi réttur er góður með hrísgrjónum eða kartöflum…og svo að sjálfsögðu með brakandi fersku salati.

Leirpottur

Leirpottur, sem rúmar rúmlega 1 lítra eða meira, hentar vel fyrir þetta magn.  Fyrir minni potta er bara að helminga uppskriftina.

 

Hráefni

 • 500 – 600 g beinlaus og roðlaus fiskur – skorinn í stóra bita
 • 1 msk karrý
 • 2 dl rjómi eða matreiðslurjómi
 • 1 paprika – skorin í litla bita (má sleppa)
 • 3 gulrætur – skornar í þunnar sneiðar
 • ½ – 1 laukur – skorinn þversum – þannig að sneiðarnar verða hringir
 • ½ dl rjómaostur
 • Salt og pipar

 

Verklýsing

 1. Ofninn hitaður í 180°C
 2. Fiskbitum raðað í pottinn
 3. Olía hituð á pönnu (gott að setja smá smjörklípu líka) – gulrætur steiktar
 4. Paprika sett á pönnuna og steikt áfram í nokkrar mínútur.  Að lokum er laukhringjum bætt við og steikt örstutt  – allt sett ofan á fiskinn
 5. Panna hituð og olíu hellt á.  Karrý sett á pönnuna og látið aðeins hitna – rjóma bætt við og síðan rjómaosti –  blandað saman og hellt yfir fiskinn
 6. Saltað og piprað og lokið sett yfir
 7. Potturinn settur í ofninn og eldað í 15 mínútur

 

 

 

2 Comments

 1. Kristín Jónsd

  Er / hvar er hægt að kaupa leirpotta frá þér ? Mér finnst þeir svo fallegir.

  • Sæl Kristín,
   En gaman að heyra 🙂 Ég er með nokkra potta í Korku á Skólavörðustíg – er einmitt að vinna þar á morgun milli kl 14 -18 ef þú vilt kíkja við. Ég er svo að vinna í tveimur stórum pottum sem lofa góðu 🙂

   Með kveðju, Hanna

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*