Súrdeigsbjórbollur með rúgmjöli

Glimrandi góðar súrdeigsbollur

  • Servings: /Magn: 16 – 20 stk
  • Difficulty: meðal
  • Print

Uppruni

Það er fátt skemmtilegra en að prófa sig áfram í súrdeigsbakstri.  Bjórbrauðbollur er nýjasta tilraunin – fín útkoma og tiltölulega einfalt.  Eins og svo oft áður – einfalt en það þarf sinn tíma í hefingu.  Upplagt að skera þessar bollur í tvennt og henda nýbökuðum í frysti.  Þeir sem eru í óhollustustuði geta bætt nokkrum súkkulaðibitum við….

Forvinna

Sjálfar bollurnar má útbúa daginn áður og setja óbakaðar í ísskápinn … klára þær svo morguninn eftir og bjóða upp á nýbakaðar súrdeigsbollur með morgunkaffinu.

Hráefni

 

 

Verklýsing

  1. Bjórnum hellt í stóra skál ásamt súrdeigsgrunni. Hveiti, heilhveiti og rúgmjöli bætt saman við. Blandað saman með sleikju – látið bíða í 30 – 40 mínútur
  2. Salti bætt við ásamt vatni – hnoðað saman með hnúanum (sjá myndir).  Sett í lokað ílát – gott að eiga plastílát með loki til að nota fyrir súrdeigs- og gerbakstur.  Látið hefast við stofuhita í u.þ.b. 3 klukkustundir (eða setja í kæli yfir nótt)
  3. Plastílátinu snúið á hvolf á rúgmjölsstráðan flöt (gott að nota sigti).  Deigið látið falla á borðið (ef tími er til þá er gott að láta deigið jafna sig í 30 – 40 mínútur) – þrískiptingin gerð  og kúla mótuð (sjá myndir)
  4. Kúlan sett aftur í ílátið og látin hefast í u.þ.b. 3 klukkustundir (enn og aftur er hægt að hægja á hefingu með því að setja í kæli)
  5. Ílátinu snúið aftur við og deigið látið falla sjálft á rúgmjölsstráð borðið (hægt að sigta helming af hveiti og helming af rúgmjöli) og látið jafna sig í u.þ.b. 30 mínútur
  6. Ofninn hitaður í 250°C (yfir- og undirhiti)
  7. Deiginu skipt upp í 16 – 18 bita og þeir settir á ofnplötu með bökunarpappír.  Bollurnar bakaðar í 15 – 20 mínútur

 

Liður 1 

Liður 2

Salti og vatni bætt við

Höndin notuð til að safna deigi saman og hnúanum beitt til að hnoða það – gert 2 – 3 sinnum

Kúlan sett í box og látin hefast í 3 – 4 klukkustundir

Liður 3 

Deigið látið falla á borðplötuna – gott að láta það jafna sig í 30 – 40 mínútur ef tími er til

Þrískipting hefst


Það er gott að ýta létt með fingrunum í deigið hér og þar og sigta aðeins yfir áður en þrískiptingin er endurtekin

Kúla mótuð

Liður 4

Liður 5 

Liður 7 – deiginu skipt niður

 

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*