Chili con carne – einfalt og gott

Chili con carne - einfalt og gott

 • Servings: 9 - 11
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Fékk þennan rétt hjá Ingibjörgu um daginn og fannst hann mjög góður. Prófaði hann hér heima við góðar undirtektir. Þægilegur réttur sem auðvelt er að reiða fram – það er líka allt í lagi þó að allt hráefnið sé ekki til. Þá er bara um að gera að nota hugmyndaflugið.

Hráefni

 • 1,2 kg nautahakk (tveir bakkar)
 • 2 flöskur/dósir niðurskornir tómatar (2 x 425 g)
 • 2 msk ólífuolía
 • 1 msk smjör
 • 2 laukar – saxaðir smátt
 • 3 – 5 hvítlauksrif – söxuð fínt eða pressuð
 • 4 – 5 gulrætur – skornar í litla bita (má sleppa)
 • 2 tsk paprikukrydd
 • 1 tsk cumin
 • ¼ tsk kanill
 • 1 tsk sambal olak
 • 2 msk balsamik edik
 • 1 msk jalapeno – saxað smátt
 • Ögn af cayenpipar (má sleppa)
 • Ögn af chilipipar (má sleppa)
 • 1 dós kjúklingabaunir (350 g – vatnið láta renna af og þær skolaðar)
 • 1 dós bakaðar baunir og/eða nýrnabaunir (350g)
 • 2 dl maísbaunir (má sleppa)
 • Salt og pipar
 • Ferskt kóríander – saxað smátt (eða 1 tsk steytt kóríander)
 • 1 box kirsuberjatómatar – skornir í tvennt
 • 1/2 – 1 tsk kakó
 • 2 tsk púðursykur eða hunang

 

Verklýsing

 1. Hakk steikt á pönnu (í lagi að steikja á þurri pönnu) á meðalhita og sett í pott. Niðurskornum tómötum bætt við – látið malla á lágum hita
 2. Kryddi bætt saman við ásamt baunum – hrært saman
 3. Olía og smjör hitað á pönnu – laukur, hvítlaukur og gulrætur steikt á meðalhita (ekki of háan) á pönnunni – látið malla. Þegar laukurinn er orðinn glær er þessu bætt við hakkið í pottinum
 4. Ferskir tómatar og kóríander sett út í
 5. Piprað og saltað. Sætu bætt við. Gott að láta kássuna malla

Meðlæti

 • 2 – 3 avókadó – skorið í bita og blandað saman við sítrónu eða lime
 • 1 – 1½ dós sýrður rjómi
 • Ferskt kóríander – saxað
 • Nachos
 • Salatblöð
 • Soðin hrísgrjón

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*