Fersk og létt vanillu panna cotta

Fersk og létt vanillu panna cotta

 • Servings: 6 - 10 (háð stærð forma/glasa)
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Fékk um daginn indælis panna cotta í matarboði. Mér þótti það sérstaklega góður og léttur eftirréttur og ákvað að reyna sjálf. Þar sem ég hef aldrei prófað þetta áður þurfti ég að gera nokkrar tilraunir.  Það reyndist nokkuð auðvelt – mesta áskorunin var að losa úr forminu.  Helst vill maður að rétturinn líti vel út og er einnig lausn að hella í falleg glös eða skál og skreyta með berjum, ætum blómum eða með bláberja- eða hindberjasósu.

Hráefni

 • 5 dl rjómi
 • 1½ dl nýmjólk
 • 1 vanillustöng
 • 60 g sykur
 • 4 matarlímsblöð

Verklýsing

 1. Rjómi settur í pott ásamt mjólk og sykri (myl sykurinn aðeins í morteli en það er ekki nauðsynlegt)
 2. Vanillukorn skafin úr vanillustönginni og sett í rjómablönduna ásamt sjálfri stönginni
 3. Hitað rólega og hrært þar til sykurinn hefur blandast við rjómann. Hitað að suðu – potturinn tekinn af hellunni
 4. Matarlímsblöð sett í skál með köldu vatni og látið standa í 5 mínútur
 5. Vanillustöngin tekin upp úr og matarlímsblöðin kreist svo vatnið renni af að mestu og sett ofan í blönduna – blandað saman með sleif og látið kólna aðeins
 6. Blöndunni hellt í form eða glös. Ef formin eru lítil getur verið erfitt að hella í þau úr pottinum – þá er gott að hella fyrst í könnu og síðan í formin.  Nota sleif til að ná öllum vanillukornunum úr botninum
 7. Plastfilma sett yfir og látið standa í kæli í a.m.k. 6 klukkustundir
 8. Það getur verið smá kúnst að losa úr formunum – þá á vel við að æfingin skapar meistarann (ein leið er að dýfa formunum aðeins í heitt vatn, leggja bretti yfir og snúa þannig að þau losni og liggi á brettinu – nota síðan spaða til að raða hverju og einu á disk)
 9. Skreytt með ferskum berjum en einnig er tilvalið að hita frosin ber í potti. Til dæmis bláber eða hindber. Gott að berin maukist aðeins og er fallegt að skreyta diskinn með sósunni, ferskum berjum eða ætum blómum

 

 

Verklýsing 1 – 2

IMG_4803

Verklýsing 3 – 4

IMG_4802

Verklýsing 5 – 7

IMG_4801

 

IMG_4800

 

IMG_4799

 

IMG_7418

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*