Kjúklingur í sataysósu

Kjúklingur í satay sósu

 • Servings: 4 - 5
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Ég hef lengi leitað að uppskrift að sataysósu. Þessi er sambland af mörgum uppskriftum og er mjög góð – hún höfðar líka til breiðs aldurshóps sem er ákveðinn kostur.  Það er einnig þægilegt að geta undirbúið réttinn 1 – 2 sólarhringum áður en bjóða á upp á hann. Þá er aðeins eftir að sjóða hrísgrjón, þræða kjötið á pinna og grilla.

Forvinna

Betra er að láta kjötið liggja í marineringu a.m.k.í nokkrar klukkustundir. Það er líka gott að láta sósuna jafna sig í nokkra klukkustundir eða jafnvel yfir nótt.

 

Hráefni

 • 900 g kjúklingabringur – skornar í bita
 • 5 – 6 hvítlauksrif eða einn stór (í körfunum)
 • 2 skarlottulaukar – skornir gróft
 • 1 rauður chili
 • 1 tsk paprika (paprikuduft)
 • 1 tsk cumin
 • 1 tsk kóríander
 • 3½ msk sojasósa
 • 1 msk fiskisósa (Fish Sauce – t.d. frá Thai Pride)
 • Safi úr 2 lime
 • 260 – 300 g hnetusmjör
 • 2 msk hrásykur
 • U.þ.b. 3 msk engifer – rifið
 • 4 – 5 litlir vel þroskaðir tómatar eða 1- 2 stórir
 • Salt og pipar

Verklýsing

 1. Allt hráefni nema kjúklingabringurnar sett í matvinnsluvél eða öflugan blandara og maukað smátt
 2. Rúmlega helmingur af blöndunni settur í pott en hinu hellt yfir í ílát og kjúklingabitarnir settir út í. Lok sett yfir og geymt við stofuhita í 2 – 4 klukkustundir eða látið standa í kæli í 1 – 2 sólarhringa
 3. Blandan í pottinum hituð ásamt 1 – 2 dl af vatni. (Tilvalið að skola blandarann/matvinnsluvélina með því að hella vatninu í hann og mixa aðeins – hella svo því í pottinn)
 4. Hrært í pottinum þar til sósan dökknar – best að láta hana standa í 1 – 2 klukkustundir eða í lokuðu íláti í kæli í 1 – 2 sólarhringa (samt ekki nauðsynlegt)
 5. Kjúklingabitarnir þræddir á grillpinna (gott að leggja trépinna í bleyti aðeins áður – þá brenna þeir síður) og grillið hitað eða ofninn stilltur á grill
 6. Grillað á meðalhita í 7 – 10 mínútur (fer eftir stærð bitanna). Ef pinnarnir eru grillaðir í ofni eru þeir grillaðir í 12 – 15 mínútur (fer eftir stærð bitanna – ég á það til að ofsteikja þá)
 7. Sósan má vera aðeins volg eða við stofuhita

Meðlæti

Hrísgrjón, niðurskorin gúrka, laukhringir og bátar af lime.

 

IMG_4550

IMG_4548

IMG_4549

 

 

IMG_4554

 

Kjúklingur grillaður í ofni

img_0848

 

 

IMG_4552

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*