Grillaður lax með mangó chutney og hrísgrjónum með karrýblöndu – einfalt og fljótlegt

Grillaður lax með mangó chutney og hrísgrjónum með Karrýblöndu – einfalt og fljótlegt

  • Servings: 5 - 7
  • Difficulty: auðvelt
  • Print

Uppruni

Uppskriftin hefur oft verið notuð á heimilinu – með mismunandi útfærslum.  Þessi er mjög einföld og góð.

Hráefni

Lax

  • 1 flak af laxi – u.þ.b 1200 g
  • 1 dl mangó chutney
  • 1 dl pistasíuhnetur

Hrísgrjón með karrýblöndu

  • 3 – 4 dl hrísgrjón
  • 3 – 5 msk Karrýblanda fyrir hrísgrjón og kínóa (fæst í Krydd & Tehúsinu)
  • 5 – 7 dl heitt vatn
  • Olía
  • 1 – 1½ tsk salt

Sósa

  • Lífræn jógúrt mangó – Bio-Bú (170 g)

Verklýsing

Lax

  1. Ef borða á roðið þarf að skafa hreistrið af með hníf (frá sporði og upp úr). Laxinn skolaður og settur á álbakka
  2. Mangó chutney smurt á fiskinn og pistasíum stráð yfir
  3. Laxinn settur á heitt grill og grillaður í 15 – 20 mínútur (fer eftir hitanum á grillinu)

 

Hrísgrjón með karrýblöndu

  1. Olía sett í pott og hituð. Þegar kominn er góður hiti eru hrísgrjónin sett ofan í pottinn og hrært í.  Gott að láta grjónin krauma aðeins
  2. Kryddblöndunni bætt við og saltað – hrært
  3. Heitu vatni blandað saman við – hiti lækkaður og hrært aðeins
  4. Soðið á lægsta hita í 17 – 20 mínútur

 

Sósa

  1. Jógúrtin sett í könnu og borin fram með

Meðlæti

Gott með brakandi fersku grænmeti.

 

IMG_4556

IMG_4563

 

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*