Sænskar mazarínur
Uppruni
Í Svíþjóð eru mazarínur vinsælar og eitt af uppáhaldi Frú Sigríðar. Fann þessa uppskrift í sænskri kokkabók en breytti henni aðeins. Mazarínur hafa aldrei verið í miklu uppáhaldi hjá mér en þessar finnast mér góðar og borðaði ég alltof margar. Þessar kökur eru alls ekki síðri nokkurra daga gamlar og þola þær vel geymslu í viku eða svo.
Forvinnsla
Kökurnar má vel búa til 1 – 2 dögum áður.
Hráefni
Botn
- 200 g smjör
- 4½ dl hveiti
- ½ dl strásykur
- 1 eggjarauða
Fylling
- 150 g möndlur
- 3 egg
- 1½ dl sykur
- ½ tsk lyftiduft
- 2 msk hveiti
- 100 smjör
Glassúr
- 2 dl flórsykur
- 4 – 6 tsk vatn
Verklýsing
Botn
- Smjöri, hveiti, sykri og eggjarauðu hnoðað saman. Gott að láta deigið jafna sig aðeins í kæli
- Deigið flatt út – bolli, sem er aðeins stærrri en botninn á fominu, er notaður til að skera út hringi. Deigið sett ofan í formin og þrýst aðeins á (sjá mynd). Bæði er hægt að nota bakka með mörgum litlum formum, lítil sílikonform eða pappírsform.
Fylling
- Ofninn hitaður í 175°C (blástur)
- Egg og sykur þeytt saman – hvítþeytt
- Möndlurnar malaðar í blandara eða matvinnsluvél . Ég kýs að nota lífrænar möndlur og hef hýðið á. Ef taka á hýðið af má leggja mödlurnar í sjóðandi heitt vatn, láta þær bíða aðeins og þá er auðvelt að ná hýðinu af
- Hveiti, lyftidufti og möndlumulningnum blandað saman í skál og síðan saman við eggjahræruna
- Smjör brætt og blandað saman við
- Fyllingin sett í formin. Bakað í 12 – 15 mínútur
- Kökurnar látnar kólna
Glassúr
- Flórsykur og vatn blandað saman
- Smurt á kaldar kökurnar
Geymsla
Mazarínurnar geymast vel í nokkra daga.






