Létt og góð hamborgarabrauð

Létt og góð hamborgarabrauð

 • Servings: /Magn: 10 - 12 brauð
 • Difficulty: meðal
 • Print

Uppruni

Það hefur lengi verið á dagskrá að baka mín eigin hamborgarabrauð. Ég hef gert nokkrar tilraunir en alltaf hefur vantað léttleikann. Þessi uppskrift er mjög góð – hamborgarabrauðin eru létt og held ég að galdurinn við það sé að hefingartíminn er frekar langur.

 

Hráefni

 • 30 – 35 g smjör
 • 25 g pressuger (6 g þurrger eða u.þ.b. ½ bréf)
 • 2 dl undanrenna
 • 1½ dl vatn
 • 8 – 9 dl hveiti
 • 1 msk sykur
 • 1 tsk salt
 • 1 egg – við stofuhita
 • Olia
 • Birkifræ eða sesamfræ (má sleppa)

Verklýsing

 1. Smjörið sett í pott og látið bráðna. Undanrennu og vatni bætt við í pottinn – blandað saman. Blandan á ekki að vera heitari en 37°C
 2. Pressuger sett í skál og leyst upp í hluta af blöndunni (afgangi af blöndunni bætt við)
 3. Sykri, salti og eggi bætt í skálina ásamt 4 – 5 dl af hveiti – öllu blandað saman með sleikju
 4. Afgangi af hveiti bætt við og hnoðað (í hrærivél eða á borðplötu) – bæta við hveiti þar til deigið hættir að loða við hendurnar. Betra  að það sé ekki of þurrt
 5. Deigið sett í olíusmurða skál, rakur klútur (viskustykki) lagður yfir og það látið hefast í 1½ klukkustund
 6. Sett á hveitistráða borðplötu og skipt í 10 – 12 jafnstóra hluta – ef skipt er í 12 hluta er ágætt að skipta fyrst til helminga, skipta svo hverjum helmingi í þrennt og svo hverjum þriðjungi í tvennt. Þannig verða bollurnar allar jafnstórar
 7. Bollur mótaðar – látnar standa í 10 mínútur undir klút
 8. Hver bolla pensluð með volgu vatni – sesamfræ sett í skál og efri hluta bollunnar dýft ofan í sesamfræin (einnig má strá sesamfræjunum yfir)
 9. Bollurnar settar (varlega) í ofnskúffu með bökunarpappír og látnar hefast undir klút í 1 – 1½ klukkustund
 10. Hálftíma áður en þær eru fullhefaðar er gott að kveikja á ofninum – hitaður í 200°C ( blásturshiti)
 11. Bollurnar bakaðar í 15 – 20 mínútur og látnar kólna á grind (ágætt að breiða klút yfir ef ekki á að borða þær strax)

Geymsla

Hamborgarabrauðin eru best nýbökuð en þau eru líka fín daginn eftir eða jafnvel tveimur dögum seinna – þá er samt betra að hita þau aðeins á grillinu.  Einnig frábært að eiga í frysti.

Á vel með

Heimagerðu hamborgararnir eru mjög góðir með þessum hamborgarabrauðum.

[/directions]


IMG_4304

IMG_4305

FullSizeRender 19

 

IMG_4320

IMG_4318

Leave a Comment

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*